Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óvenjuleg íbúð í stórborgarstíl

Í Listhúsinu við Engjateig í Laugardalnum er falleg og björt tveggja hæða íbúð til sölu. Eignin er í anda loft-íbúða erlendis sem einkennast af opnum og björtum rýmum með aukinni lofthæð. Ásett verð fyrir eignina er 142 milljónir.

„Mér finnst óléttir líkamar það fallegasta sem ég sé“

Hin lífsglaða ofurkona Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson unnusti hennar eiga von á sínu þriðja barni á næstu vikum. Fyrir eiga þau tvo drengi, Sæmund og Hólmbert. Samhliða móðurhlutverkinu er Sylvía annar hlaðvarpsstjórnandi Normsins, athafnakona með meiru og áhrifavaldur.

Myndaveisla: „Við erum ennþá nákvæmlega sömu gaurarnir“

Rappdúettinn Úlfur Úlfur, sem samanstendur af Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni, gaf út plötuna Hamfarapopp á dögunum sem er þeirra fyrsta breiðskífa frá árinu 2017. Fyrir hafa þeir gefið út þrjár plötur. 

Stjörnulífið: „Grikk eða tott?

Hrekkjavökugleðin var við völd um helgina og tóku stjörnur landins forskot á sæluna skelltu sér í búninga. Aðrir skemmtu sér á árshátíðum erlendis, héldu afmæli og fögnuðu ástinni, svo fátt eitt sé nefnt. Þá létu sumir pússa sig saman.

Glæsilegustu einhleypu konur landsins

Íslenskar konur þykja þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum.

Liverpool-draumur varð að veruleika

Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús aðstoðaði tíu ára fótboltastelpu að breyta og bæta herbergið hennar í fyrsta þætti af fjórðu þáttaröðinni sem fór í loftið á Vísi á laugardaginn.

„Sniðug, opin, klár og heit“

Hin lífsglaða stemmningskona, Valgerður Anna Einarsdóttir eða Vala, er þrítug kona sem elskar stemmningu og stuð. Hún lýsir sér sem lífskúnstner með breytt áhugasvið. 

Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti

Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti.

Sjá meira