Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stein­þögðu og sköpuðu skrýtið andrúms­loft á San Siro

Stuðningsmenn ítalska stórveldisins AC Milan eru hundóánægðir með bandaríska eigandann Gerry Cardinale og beittu nýrri aðferð til að láta óánægju sína í ljós í dag, í heimaleik gegn Parma. Þeir ættu hins vegar að geta glaðst yfir úrslitum leiksins.

Karó­lína hóf árið á stoðsendingu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Leverkusen eru komnar aftur af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir vetrarfrí frá því fyrir jól. Þær byrjuðu á góðum 2-1 útisigri gegn Freiburg.

Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM

Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með.

Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm

Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu.

Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum

Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag.

Ein­beittur brotavilji Víkinga

Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ.

Allir von­sviknir af velli í Varazdin

Austurríki og Holland urðu á endanum að sætta sig við jafntefli, 37-37, í milliriðli tvö á HM karla í handbolta í dag. Það eykur líkurnar á að Ungverjar fylgi Frökkum upp úr riðlinum, og í 8-liða úrslit við lið úr milliriðli Íslands.

Sjá meira