Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 07:01 Andriy Lunin er ósáttur við að fá ekki að vera aðalmarkvörður Úkraínu. Getty/Vaughn Ridley Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira
Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46