Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lang­þráð endur­koma Val­geirs

Landsliðsbakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson sneri loksins aftur til leiks í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, eftir langvinn meiðsli, þegar hann lék með Häcken í 3-1 sigri á Kalmar.

Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða

Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen.

Leeds í fínum málum eftir fyrri leikinn

Norwich og Leeds gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í undanúrslitum umspilsins um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð.

Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL

Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni.

Arteta hælir Ten Hag og vonast til að hann haldi á­fram

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að skáka Erik ten Hag í dag til að halda í við Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ten Hag berst hins vegar fyrir lífi sínu sem stjóri Manchester United.

Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent.

Líf Chaz á Ís­landi gæti endað á Netflix

Bandaríkjamaðurinn Chaz Williams segist kominn með grænt blóð í æðar eftir veru sína hjá Njarðvík og er staðráðinn í að færa liðinu Íslandsmeistaratitil í körfubolta á næstu vikum.

Sjá meira