Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 12:00 Norska landsliðið í handbolta fékk gull í París í sumar en leikmenn liðsins græða þó ekki á tá og fingri af því að vera bestar í sinni íþrótt. getty/Alex Davidson Þrátt fyrir að hafa tryggt Noregi Ólympíumeistaratitil í handbolta í sumar þá þéna stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar minna, samanlagt, en frjálsíþróttastjörnurnar Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen. Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira