Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Krefst að­gerða gegn of­beldi „afbrýðisamra kærasta“

Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, kallar eftir samstöðu í baráttu gegn heimilisofbeldi í garð frjálsíþróttakvenna, eftir að Rebecca Cheptegei lést í gær, 33 ára að aldri. Þekktur frjálsíþróttalýsandi krefst aðgerða gegn „afbrýðisömum kærustum og eiginmönnum“.

Heimi var sagt að leyna því að hann væri tann­læknir

Eftir tvo daga stýrir Heimir Hallgrímsson landsliði Írlands í sínum fyrsta leik, þegar það mætir Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni. The Sun fjallar um Heimi í dag og gerir mikið úr því að hann sé einnig tannlæknir.

Var alltaf að fara á klósettið en komst í undan­úr­slit

Karolina Muchova frá Tékklandi er komin í undanúrslit á Opna bandaríska mótinu í tennis, annað árið í röð. Sigurinn í 8-manna úrslitum var þó erfiður því Muchova þurfti sífellt að fara á klósettið eftir að hafa glímt við veikindi.

Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“

Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands.

Sjá meira