Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 08:03 Karlalandsliðið spilaði í fyrsta sinn í nýju landsliðsbúningunum gegn Svíþjóð í gær. Liðin gerðu þá 31-31 jafntefli í vináttulandsleik í Kristianstad. epa/Johan Nilsson Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Zagreb næsta fimmtudagskvöld. Nýjar landsliðstreyjur úr smiðju Adidas eru enn ófáanlegar fyrir stuðningsmenn, og í versta falli fara treyjurnar ekki í sölu fyrr en eftir heimsmeistaramótið. Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45