Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta eru ekki góðar mót­tökur“

Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum.

Quang Le stefnir Lands­bankanum

Quang Le hefur stefnt Landsbankanum þar sem að hann hefur ekki fengið að stofna til bankaviðskipta hjá bankanum frá því að hann var tekinn til rannsóknar fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Fékk milljón vegna af­mælis kattarins

Vinningshafi í Happdrætti Háskóla Íslands var að hita matarafganga er hann fékk símtal að hann hefði unnið tíu milljónir. Að sögn starfsmann Happdrættisins var hann fljótur að fyrirgefa truflunina við matseldina. Þá var annar sem valdi afmælisdaga kattarins og vann þar af leiðandi eina milljón.

Ríkis­stjórnin feli sig á bak við mis­tök þeirrar fyrri

Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti.

„Ís­land á betra skilið“

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í stefnuræðu sinni. Hún segir það að ganga inn í Evrópusambandið, líkt og ríkisstjórnin stefni að, þýði afturför í íslensku samfélagi.

Kærður fyrir fjár­svik fyrir að neita að borga

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik.

Ellefu vilja vera rit­stjóri Kveiks

Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri.

Al­þingi efnir til stefnuræðubingós

Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið.

Sjá meira