Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha

Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði.

Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum

Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. 

Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv

Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan.

Gestagangur hjá Gameverunni

Marín Eydal eða Gameveran tekur á móti góðum gesti í kvöld. Olalitla96 mun kíkja í heimsókn í streymi kvöldins og smaan munu þær spila tölvuleiki.

Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu tilnefningu Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar þar í landi. Atkvæðagreiðslan fór að mestu eftir flokkslínum en 53 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 47 gegn henni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar köfum við ofan í söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka þar sem nokkrir góðkunningjar í bankahruninu eru aftur komnir á kreik íbankakerfinu og sumir sem unnu við söluna keyptu bréf og sátu því beggja megin borðs.

Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja

Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri.

Afmæli hjá Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol halda upp á afmæli KamCarrier í streymi kvöldsins. Þær munu halda upp á það með allskonar áskorunum og með því að spila Warzone.

Sjá meira