Oddvitaáskorunin: Gleymdi að borga á veitingastað og fattaði það í bíó Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2022 18:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jónína er kennaramenntuð, með starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og er að hefja vinnu við mastersritgerð í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu og síðast liðin 4 ár hefur hún sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Blue Car Rental. Gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Röning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund 23 ára nema í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands, Björn Boga 18 ára knattspyrnumann hjá Heerenveen í Hollandi og Magnús Mána 10 ára grunnskólanema. Var bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Garðs árin 2014-2018 og jafnframt formaður bæjarráðs á sama tíma. Hún tók þátt í sameiningu Sandgerði og Garðs í Suðurnesjabæ. Einnig var hún formaður skólanefndar á sama tímabili. Jónína situr nú sem aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Hefur einnig setið í öðrum nefndum og ráðum á sínum starfsferli. Helstu áherslur eru á samvinnu, skilvirka stjórnsýslu, fræðslumál og atvinnuuppbyggingu. Hún veit ekkert betra en að viðra sig í hvers kyns útvist eins og skokki, göngu, golfi eða skíðum. Þá er Jónína dugleg að skipuleggja viðburði með fjölskyldu og vinum. Jónína hefur bæði reynslu og leiðtogahæfileika sem nýtast í samstarfi við breiðan hóp bæjarfulltrúa, nefndarfólks, starfsmanna stjórnsýslunnar og íbúa Suðurnesjabæjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi og Garðskagi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lagfærningar á leiktækjum á leiksvæðum bæjarins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhugamálin mín eru frekar almenn og geta ekki talist skrítin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekin fyrir of hraðan akstur og lögregluþjónarnir voru báðir úr mínu byggðarlagi, skammaðist mín frekar mikið. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ananas, sveppi og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gloria til dæmis, mörg lög sem peppa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ahh, ca 10-15. Göngutúr eða skokk? Bæði betra. Uppáhalds brandari? Bara þeir sem sagðir eru daglega í vinnunni, ekkert eðlilega fyndið fólk sem ég vinn með. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni í sól og afslöppun ásamt smá hreyfingu og skoðunarferðum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvaða ár voru það? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens er einn af þeim. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Núna nýlega gekk ég út af veitingastað og gleymdi að borga, fattaði það þegar ég var sest inn í bíósal. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Monica í Friends. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Þarf alltaf að vera sannsöguleg eða byggð á sönnum atburðum til að ég muni eftir henni, engin ein sem hafði áhrif á mig en Bohemian Rhapsody kemur sterk inn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega væri það eitthvert erlendis, líklega Danmörk eða Noregur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Journey, Don´t stop Believin. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Suðurnesjabær Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jónína er kennaramenntuð, með starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og er að hefja vinnu við mastersritgerð í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu og síðast liðin 4 ár hefur hún sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Blue Car Rental. Gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Röning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund 23 ára nema í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands, Björn Boga 18 ára knattspyrnumann hjá Heerenveen í Hollandi og Magnús Mána 10 ára grunnskólanema. Var bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Garðs árin 2014-2018 og jafnframt formaður bæjarráðs á sama tíma. Hún tók þátt í sameiningu Sandgerði og Garðs í Suðurnesjabæ. Einnig var hún formaður skólanefndar á sama tímabili. Jónína situr nú sem aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Hefur einnig setið í öðrum nefndum og ráðum á sínum starfsferli. Helstu áherslur eru á samvinnu, skilvirka stjórnsýslu, fræðslumál og atvinnuuppbyggingu. Hún veit ekkert betra en að viðra sig í hvers kyns útvist eins og skokki, göngu, golfi eða skíðum. Þá er Jónína dugleg að skipuleggja viðburði með fjölskyldu og vinum. Jónína hefur bæði reynslu og leiðtogahæfileika sem nýtast í samstarfi við breiðan hóp bæjarfulltrúa, nefndarfólks, starfsmanna stjórnsýslunnar og íbúa Suðurnesjabæjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi og Garðskagi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lagfærningar á leiktækjum á leiksvæðum bæjarins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhugamálin mín eru frekar almenn og geta ekki talist skrítin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekin fyrir of hraðan akstur og lögregluþjónarnir voru báðir úr mínu byggðarlagi, skammaðist mín frekar mikið. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ananas, sveppi og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gloria til dæmis, mörg lög sem peppa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ahh, ca 10-15. Göngutúr eða skokk? Bæði betra. Uppáhalds brandari? Bara þeir sem sagðir eru daglega í vinnunni, ekkert eðlilega fyndið fólk sem ég vinn með. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni í sól og afslöppun ásamt smá hreyfingu og skoðunarferðum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvaða ár voru það? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens er einn af þeim. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Núna nýlega gekk ég út af veitingastað og gleymdi að borga, fattaði það þegar ég var sest inn í bíósal. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Monica í Friends. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Þarf alltaf að vera sannsöguleg eða byggð á sönnum atburðum til að ég muni eftir henni, engin ein sem hafði áhrif á mig en Bohemian Rhapsody kemur sterk inn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega væri það eitthvert erlendis, líklega Danmörk eða Noregur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Journey, Don´t stop Believin.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Suðurnesjabær Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira