Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Sölumaður dauðans“ á erfitt með að lýsa tilfinningum sínum

Hinn alræmdi vopnasali Viktor Bout segir erfitt að lýsa tilfinningum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum í gær. Bout, sem gengið hefur undir nafninu „Vopnasali dauðans, var sleppt í skiptum fyrir bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner.

Stiklusúpa: Allt það helsta sem sýnt var á Game Awards

Verðlaunahátíðin Game Awards fór fram í gærkvöldi en eins og svo oft áður notuðu leikjaframleiðendur tækifærið til að kynna tölvuleiki sem verið er að vinna að. Meðal þess sem opinberað var í gær var framhaldsleikur Death Stranding nýtt myndefni úr Diablo 4.

Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum.

Fimm stjörnur hjá Gameverunni

Marín í Gameverunni fær til sín fimm stjörnu gest í kvöld. Það er hann Sigurjón eða „FimmStjörnuMaðurinn“ og ætla þau að berjast saman í hryllingsleiknum Labryinthine.

Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran

Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi.

Þjóðverjar búast við fleiri handtökum

Lögregluþjónar víðsvegar um Þýskaland leita nú manna og kvenna sem talin eru hafa komið að ráðabruggi um að taka þingmenn í gíslingu og mynda nýja ríkisstjórn þar í landi. Minnst 25 voru handteknir vegna hinnar meintu valdaránstilraunar en þar á meðal er maður sem kallar sig prins og ætlaði að taka völdin og fyrrverandi þingmaður og dómari.

Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag

Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust.

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal

Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Sjá meira