Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Talsmaður Ísraelshers segir að þó nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah-samtakanna hafi verið felldir í loftárás í Beirút í dag. Helsta skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil, einn af æðstu leiðtogum samtakanna sem sagður var hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þessa arms var ráðinn af dögum í júlí. 20.9.2024 16:52
Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20.9.2024 16:07
Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Ísraelar gerðu í dag loftárás á fjölbýlishús í úthverfi Beirút en árásin er sögð beinast gegn háttsettum leiðtoga Hezbollah-samtakanna. Nokkrar sprengjur eru sagðar hafa lent á húsinu, sem varð fyrir miklum skemmdum. 20.9.2024 13:49
Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20.9.2024 13:01
Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20.9.2024 11:13
Fógeti skaut dómara Fógeti strjálbýllar sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum skaut í gær dómara til bana. Fógetinn er sagður hafa gengið inn í klefa dómarans um miðjan dag í gær og skotið hann nokkrum sinnum eftir rifrildi. Skömmu síðar gaf fógetinn sig fram til lögreglu og var handtekinn. 20.9.2024 09:54
GameTíví: Íslendingaslagur í Warzone Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með. 19.9.2024 19:32
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19.9.2024 15:03
Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19.9.2024 14:03
Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí. 19.9.2024 12:31