Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein út­sending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara.

Fyrstu loft­á­rásir Ísraela í Íran frá 1979

Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979.

Ný kyn­slóð vél­menna vekur ó­hug

Forsvarsmenn fyrirtækisins Boston Dynamics, sem hefur lengi gert garðinn frægan með þróun vélmenna, kynntu á dögunum nýja kynslóð Atlas vélmenna. Atlas vélmennin hafa í nærri því áratug vakið mikla athygli fyrir töluverða hreyfigetu.

Hefur mátt sitja undir sví­virðingum um sjálfan sig

Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig.

John­son í erfiðri stöðu

Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið.

Út­sendarar Rússa sakaðir um skipu­lagningu á­rása í Þýska­landi

Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu.

Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að líf­rænum sam­eindum á Títan

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs.

Sjá meira