Putellas líklega frá út næsta tímabil: HM í hættu Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona í heimi, sleit krossband í hné rétt fyrir fyrsta leik spænska landsliðsina á Evrópumótinu sem nú fer fram í Englandi. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða aftara krossband í vinstra hné. 13.7.2022 11:31
Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester „Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út. 13.7.2022 10:01
Óli Valur mættur til Sirius Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. 13.7.2022 09:30
Utah Jazz tilbúið að hlusta á tilboð í Donovan Mitchell Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal. 13.7.2022 08:31
Annað áfall Hollendinga: Sú markahæsta með veiruna Það ætlar ekki af Hollendingum að ganga á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Í fyrsta leik mótsins meiddist aðalmarkvörður liðsins, sem er einnig fyrirliði. Hún verður ekki meira með og nú er ljóst aðVivianne Miedema, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins missir að lágmarki af næsta leik. 13.7.2022 08:06
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13.7.2022 07:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12.7.2022 22:30
„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12.7.2022 21:51
Hættur með Tindastól og heldur til Þýskalands Baldur Þór Ragnarsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari Tindastóls í Subway deild karla í körfubolta til að taka við starfi í Þýskalandi. 12.7.2022 19:47
Stefnir í áhorfendamet á Opna breska Alls munu 290 þúsund manns mæta og fylgjast með Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst á hinum fornfræga St. Andrews-velli á fimmtudaginn kemur, 14. júlí. 12.7.2022 16:01