Nýliðarnir hvergi nærri hættir á leikmannamarkaðinum Nottingham Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það má með sanni segja að liðið ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur samið við 18 leikmenn til þessa og styttist í að sá nítjándi verði tilkynntur. 29.8.2022 13:30
Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29.8.2022 13:01
Nýr varabúningur íslensku landsliðanna fær misjafnar móttökur Knattspyrnusamband Íslands hefur opinberað nýja varateyju landsliða Íslands í fótbolta. Treyjan fær misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum sambandsins. 29.8.2022 10:15
Dýrasti leikmaður í sögu Arsenal lánaður til Nice Aðeins eru þrjú ár síðan Nicolas Pépé var gerður að dýrasta leikmanni í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Hann hefur nú yfirgefið félagið á lánssamningi og mun nú spóka sig um á frönsku Ríveríunni og spila með Nice í frönsku úrvalsdeildinni. 26.8.2022 17:31
Cardiff ætlar að áfrýja ákvörðun Alþjóða íþróttadómstólsins er varðar andlát Sala Alþjóða íþróttadómstóllinn hefur loks komist að niðurstöðu i máli Emiliano Sala sem lést er hann ferðaðist yfir Ermasundið í flugvél í janúar 2019 til að ganga í raðir þáverandi Cardiff City. Félagið þarf að borga Nantes uppsett verð fyrir leikmanninn þó hann hafi aldrei spilað fyrir félagið. 26.8.2022 17:01
Koundé skráður í leikmannahóp Börsunga sem mæta með fullmannað lið um helgina Spænska knattspyrnuliðið Barcelona hefur loksins fengið leyfi til að skrá Jules Koundé í leikmannahóp sinn en félagið festi kaup á honum í sumar. Franski varnarmaðurinn verður því að öllum líkindum í leikmannahópi liðsins er það fær Valladolid í heimsókn í þriðju umferð spænsku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. 26.8.2022 16:00
Miloš tekur við Rauðu stjörnunni eftir að Stanković sagði upp Miloš Milojević er tekinn við Rauðu Stjörnunni. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins frá 2019 til 2021 en þjálfaraferill hans hófst hér á landi er hann þjálfaði yngri flokka Víkings og svo meistaraflokk félagsins í kjölfarið. Hann færði sig yfir til Breiðabliks áður en leið hans lá til Svíþjóðar. 26.8.2022 15:31
Ólafía Þórunn leggur kylfurnar á hilluna Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í golfi. Þetta tilkynnti hún sjálf í tilfinnaríku myndbandi á Youtube-síðu sinni nú rétt í þessu. 26.8.2022 14:30
Stefán Teitur mætir West Ham | Vaduz á möguleika Dregið var í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú rétt eftir hádegi. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg fara til Lundúna og mæta enska úrvalsdeildarliðinu West Ham United. Þá fer Björn Bergmann Sigurðarson til Írlands. 26.8.2022 13:25
„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“ „Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag. 26.8.2022 12:01