Audi mætir til leiks sem vélaframleiðandi 2026 | Gætu tekið við af Sauber Í dag var tilkynnt að bílaframleiðandinn Audi muni taka þátt í Formúlu 1 árið 2026. Upphafilega kom fram í fréttinni að Audi myndi keppa í F1 en sem stendur er bílaframleiðandinn aðeins að skrá sig til leiks sem vélaframleiðandi. Það gæti þó breyst með tíð og tíma. 26.8.2022 10:31
Kolbeinn æfir með Tyson Fury: „Sé ekkert því til fyrirstöðu að ég geti farið alla leið“ Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í dag staddur í Englandi þar sem hann æfir með Tyson nokkrum Fury. Sá hefur gert garðinn frægan og unnið fjölda titla í þungavigt áður en lagði hanskana nýverið á hilluna. Fury hefur hins vegar gefið til kynna að hann sé tilbúinn að taka hanskana af hillunni fyrir einn bardaga verði verðlaunafé upp á 500 milljónir punda í boði. 26.8.2022 08:01
Lakers sækir fjandmann Westbrook Los Angeles Lakers hefur ákveðið að skipta Talen Hurton-Tucker út fyrir kjaftaskinn Patrick Beverley. Sá hefur lengi átt í deilum við Russell Westbrook, leikstjórnanda Lakers, ásamt því að urða reglulega yfir Lakers er hann lék með nágrönnunum í Clippers. 25.8.2022 16:15
PGA-tímabilinu lýkur í Atlanta: Scheffler getur skráð sig á spjöld sögunnar PGA-tímabilið 2021-22 í golfi lýkur nú um helgina þegar Tour Championship-mótið fer fram á East Lake-vellinum í Atlanta. Sem stendur er hinn 26 ára gamli Scottie Scheffler, efsti kylfingur heimslistans, líklegastur til að hreppa hnossið en hann gæti sett met á mótinu. 25.8.2022 15:01
Ákvað að vera áfram hjá Frankfurt og Man Utd snýr sér að varavaramarkverði Newcastle Leit enska knattspyrnuliðsins Manchester United að samkeppni fyrir David De Gea, aðalmarkvörð liðsins, gengur vægast sagt brösuglega. Martin Dúbravka er næsta skotmark eftir að Kevin Trapp ákvað að vera áfram hjá Eintracht Frankfurt. 25.8.2022 14:01
Sá sem neitaði að taka á sig launalækkun til að halda Messi orðinn liðsfélagi Þóris Jóhanns Samuel Umtiti er genginn í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Lecce á láni frá Barcelona. Þessi franski varnarmaður hefur ekki átt sjö dagana sæla í Katalóníu en hann er talinn hafa neitað að lækka laun sín til að Börsungar gætu haldið goðsögninni Lionel Messi hjá félaginu. 25.8.2022 12:30
„Vel uppaldir drengir“ Skemmtileg mynd var birt á samfélagsmiðlum FC Kaupmannahafnar eftir að liðið tryggði sér sæti í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sjá má myndina hér að ofan en þar sjást íslensku landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hjálpa til við að þrífa klefann að loknum fagnaðarlátunum eftir leik. 25.8.2022 11:00
Newcastle borgar metfé fyrir Isak Sænski framherjinn Alexander Isak er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Verðmiðinn er um 60 milljónir punda eða tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. 25.8.2022 09:31
Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrirliði liðsins „Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. 24.8.2022 17:01
Fimm spurningar Stúkunnar: Hver er besti miðvörður Bestu deildar, er KA í titilbaráttu og meira til Liðurinn „Fimm spurningar“ var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar er farið var yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Kjartan Atli Kjartansson spurði þá Reyni Leósson og Lárus Orra Sigurðsson spjörunum úr. 24.8.2022 16:30