Usyk og Fury gætu mæst í bardaga upp á 83 milljarða króna Hnefaleikakapparnir Oleksandr Usyk og Tyson Fury gætu mæst í bardaga upp á öll beltin sem í boði eru í þungavigt í hnefaleikum sem og litlar 500 milljónir punda en það samsvarar rúmlega 83 milljörðum íslenskra króna. 24.8.2022 16:01
Markvörður Chelsea dregur sig í hlé eftir að hafa aftur greinst með krabbamein Ann-Katrin Berger, markvörður Englandsmeistara Chelsea, hefur greinst með krabbamein í hálsi. Er þetta í annað sinn sem hún greinist með krabbamein. Hún sigraðist á því áður og stefnir á slíkt hið sama nú. 24.8.2022 15:01
Eina tilboðið í Ronaldo kom frá Sádi-Arabíu Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu. 24.8.2022 14:01
Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. 24.8.2022 13:30
Vildi fara í mál við Man City eftir að Mendy fékk að spila áfram eftir ásakanir um kynferðisbrot Réttarhöldin yfir Benjamin Mendy, vinstri bakverði enska knattspyrnuliðsins Manchester City, halda áfram. Hann er ásakaður um að hafa nauðgað átta konum, reynt að nauðga einni til viðbótar sem og eitt kynferðisbrot. Leikmaðurinn neitar sök í öllum málunum. 24.8.2022 11:00
Evrópuboltinn nýfarinn að rúlla en keppni svo gott sem lokið í Frakklandi og Þýskalandi Það er ef til vill full hart í árina tekið að lýsa því yfir að keppni í efstu deild karla í fótbolta í bæði Frakklandi og Þýskalandi sé lokið en þannig virðist staðan hins vegar einfaldlega vera þegar þremur umferðum er lokið. 22.8.2022 17:30
Koulibaly heldur áfram að safna rauðum spjöldum Kalidou Koulibaly, miðvörður Chelsea, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt er Chelsea steinlá gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmaðurinn er duglegur að safna spjöldum og má ætla að hann næli í fleiri rauð í treyju Chelsea á komandi misserum. 22.8.2022 16:45
Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22.8.2022 16:16
Valgarð tryggði sér sæti á HM 2022 Valgarð Reinhardsson, Íslandsmeistari í áhaldafimleikum, stóð sig frábærlega á Evrópumótinu sem fram fór í München nýverið. Árangurinn þar þýðir að Valgarð er nú búinn að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Liverpool í Englandi frá 29. október til 6. nóvember. 22.8.2022 15:17
Kvöld sem gæti galopnað toppbaráttuna og gjörbreytt stöðu mála á botni deildarinnar Alls eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Tveir þeirra gætu haft gríðarleg áhrif á toppbaráttuna á meðan hinir tveir geta breytt stöðu mála á botni deildarinnar. 22.8.2022 13:01