Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19.8.2022 16:31
Gott gengi Emmu Raducanu á enda eftir alltof mörg mistök gegn Jessicu Pegula Emma Raducanu var á fljúgandi ferð á Southern Open tennismótinu sem fram fer í Cincinnati. Hún sló Serenu Williams og Victoriu Azarenka, sem trónir á toppi heimslistans, úr leik áður hún laut í gras gegn Jessicu Pegula. 19.8.2022 15:31
Haukar gætu misst enn einn leikmanninn Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Hauka í Olís-deild karla er á reynslu hjá þýska liðinu Hamm-Westfalen sem stendur. 19.8.2022 15:00
Réttarhöldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum saksóknara Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 19.8.2022 12:00
Besti þátturinn: Tókst ekki að ná hinum fullkomna skoti eftir glæsilegt splitt Þriðji þátturinn af Besta þættinum er kominn út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. 19.8.2022 11:31
„Ef horft er til framtíðar þá er hún björt og margar sem eiga enn eftir að springa út“ Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en þær spila síðustu leikina í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Liðið er í góðri stöðu og ljóst að sigrar í báðum leikjunum tryggja liðinu sæti á HM í fyrsta skipti. Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra sérfræðinga um þeirra skoðun á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi svona þegar rykið hefur sest og stöðu mála hjá landsliðinu fyrir komandi verkefni. 19.8.2022 10:01
Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins. 19.8.2022 09:30
Leicester neitar að selja sína bestu menn þrátt fyrir gylliboð Chelsea og Newcastle Tveir af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hafa verið orðaðir við Chelsea annars vegar og Newcastle United hins vegar. Leicester neitar hins vegar að selja þó félögin séu tilbúin að greiða morðfjár fyrir leikmennina. 19.8.2022 07:32
Arsenal fær sænska landsliðskonu frá Juventus Lina Hurtig verður ekki samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus í vetur þar sem hún hefur ákveðið að söðla um og semja við Arsenal. 18.8.2022 15:30
Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18.8.2022 15:01