Eina tilboðið í Ronaldo kom frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Stórlið Evrópu virðast hafa lítinn sem engan áhuga á að fá Cristiano Ronaldo í sinar raðir. Mike Hewitt/Getty Images Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira