„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Ásmundur er spenntur fyrir leik morgundagsins og telur pressuna vera jafnt á báðum liðum. Vísir/Hulda Margrét „Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag. „Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00