Arsenal líklegast til að vinna Evrópudeildina Evrópudeildin í knattspyrnu hefst í kvöld með pompi og prakt. Tölfræðiveitan Gracenote hefur tekið saman hvaða lið er líklegast til að vinna keppnina í ár. Efstu tvö liðin koma frá Englandi. 8.9.2022 12:31
Strax búinn að toppa mínútur Helga Sig en á töluvert í að ná Árna Gauti og Eið Smára Hákon Arnar Haraldsson spilaði síðasta hálftímann er FC Kaupmannahöfn tapaði 3-0 gegn Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn var. Þar með varð Hákon Arnar 15. Íslendingurinn til að leika í deild þeirra bestu. 8.9.2022 12:02
„Ekki hægt að vera reyna að klukka í heilan leik“ „Við vorum svo fjandi nálægt þessu. Ein og hálf mínúta eftir og maður var liggur við búin að kippa kampavínsflöskunni út en þá fáum við þetta rothögg. Er sárasta tapið,“ sagði Helena Ólafsdóttir um grátlegt tap Íslands gegn Hollandi í lokaleik undankeppni HM kvenna í fótbolta. 8.9.2022 11:30
„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“ „Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var. 8.9.2022 09:31
Segja Chelsea hafa náð munnlegu samkomulagi við Potter Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Graham Potter samþykkt að verða næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Enn á eftir að setja blek á blað en það virðist styttast í að Potter verði kynntur sem næsti þjálfari Lundúnaliðsins. 8.9.2022 09:00
Segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara til að breyta landslaginu Phil Neville, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands, þjálfar Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í dag. Hann segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara í deildina til að opna dyrnar fyrir enn fleiri. 8.9.2022 08:31
Sjáðu mörkin er Víkingum tókst næstum því að losna við metið slæma Íslandsmeistarar Víkings unnu 9-0 stórsigur á Leikni Reykjavík er liðin mættust í Bestu deild karla í gærkvöld. Víkingar voru þar með einu marki frá því að losna við met sem hefur fylgt þeim frá árinu 1993. 8.9.2022 08:01
Lewandowski fyrstur til að skora þrennu fyrir þrjú félög í Meistaradeild Evrópu Robert Lewandowski er heldur betur að njóta lífsins í Katalóníu um þessar mundir en Barcelona festi kaup á þessum magnaðamarkahrók fyrr í sumar. Hann hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu með því að hlaða í þrennu í 5-1 sigri Börsunga. 8.9.2022 07:30
Beverley um að spila með LeBron og Davis: „Þeir eru að spila með mér“ Það verður seint sagt að nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers í NB deildinni í körfubolta , sé ekki með munninn fyrir neðan nefið. Patrick Beverley benti Anthony Davis og LeBron James góðfúslega á að hann hefði farið í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð en ekki þeir. 7.9.2022 15:01
Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7.9.2022 14:10
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti