Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. 7.9.2022 13:01
Rétta þarf aftur í máli Ryan Giggs Kviðdómi í máli Ryan Giggs tókst ekki að komast að niðurstöðu eftir að hafa rætt málið saman í alls tuttugu klukkustundir. Réttað verður aftur í málinu þann 31. júlí á næsta ári. 7.9.2022 12:30
Seinni bylgjan: Gaupi og Andri Már fara á kostum í „Feðgar á ferð“ Seinni bylgjan kynnir til leiks nýjan lið fyrir þætti sína í vetur. Líkt og áður mun Gaupi [Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður] halda áfram að aðstoða strákana við að fara yfir það sem gerist í Olís deild karla en nú hefur hann fengið dyggan aðstoðarmann sér til aðstoðar. 7.9.2022 12:00
Orri Steinn lykillinn að sigri unglingaliðs FC Kaupmannahafnar á Dortmund Þó aðallið FC Kaupmannahafnar hafi tapað 3-0 gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld þá gerði U-19 ára lið Danmerkurmeistaranna góða ferð til Þýskalands. Orri Steinn Óskarsson hélt áfram uppteknum hætti en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri er U-19 ára lið félaganna mættust í Meistaradeild unglingaliða á þriðjudag. 7.9.2022 10:31
Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. 7.9.2022 09:31
Ekkert fær Håland stöðvað Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla. 7.9.2022 09:00
Ráðherra hamingjunnar fyrsta konan frá Afríku til að komast í undanúrslit á Opna bandaríska Ons Jabeur er komin í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún er fyrsta konan frá Afríku til að ná þeim merka áfanga. Hún lagði Ajla Tomljanović í átta manna en sú hafði slegið Serenu Williams út fyrr á mótinu í því sem var líklega síðasti leikur Serenu á ferlinum. 7.9.2022 08:31
„Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. 7.9.2022 07:31
Myndasyrpa frá tapinu grátlega í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu var 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað en liðið fékk hins vegar á sig mark undir lok leiks í Utrecht og þarf nú að fara í umspil sem fram fer í október. 6.9.2022 23:31
„Ætla að fá að líða smá illa“ „Erfitt að segja, bara frekar tómlegt og skrítið, grátlegt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir aðspurð hvaða tilfinningar bærust henni í brjósti eftir súrt tap Íslands í Hollandi í kvöld. Með jafntefli hefði Ísland tryggt sér farseðilinn á HM sumarið 2023 en sigurmarkið kom þegar aðeins 90 sekúndur voru til leiksloka. 6.9.2022 23:00
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti