Strax búinn að toppa mínútur Helga Sig en á töluvert í að ná Árna Gauti og Eið Smára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 12:02 Hákon Arnar fékk smjörþefinn af Meistaradeild Evrópu gegn Borussia Dortmund í vikunni. Ulrik Pedersen/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson spilaði síðasta hálftímann er FC Kaupmannahöfn tapaði 3-0 gegn Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn var. Þar með varð Hákon Arnar 15. Íslendingurinn til að leika í deild þeirra bestu. Hann hefur nú þegar toppað mínútufjölda eins Íslendings í keppninni en nokkuð er í þann sem hefur spilað flesta leiki og flestar mínútur. Hákon Arnar ræddi tilfinninguna að koma inn af bekknum gegn Dortmund í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðurkenndi táningurinn að þetta væri eitthvað sem honum hefði dreymt um síðan hann var bara lítill pjakkur að sparka í bolta á Akranesi. Miðað við að þetta var aðeins fyrsti leikur FCK í riðlakeppninni má reikna með að leikirnir verði fleiri. Þá má reikna með að Ísak Bergmann Jóhannesson, æskuvinur og liðsfélagi Hákon Arnars, verði 16. Íslendingurinn á listanum innan tíðar. Hvort úrslitin verði betri á þriðjudaginn var mun svo koma í ljós en ásamt Dortmund eru Manchester City og Sevilla í riðli með FCK. Hér að neðan má sjá lista yfir þá Íslendinga sem hafa spilað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en hún var sett á laggirnar á tíunda áratug síðustu aldar. 15. Helgi Sigurðsson Helgi spilaði einn leik (18 mínútur) með Panathinaikos (Grikkland) árið 2001.EPA PHOTO/OLIVER BERG 14. Hákon Arnar Haraldsson Hefur spilað einn leik (30 mínútur) með FC Kaupmannahöfn (Danmörk) árið 2022. Er fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir FCK í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Lars Baron/Getty Images 13. Alfreð Finnbogason Alfreð spilaði þrjá leiki (58 mínútur) með Olympiacos (Grikkland) tímabilið 2015-16. Skoraði hann eitt mark, í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum.EPA/SEAN DEMPSEY 12. Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir spilaði þrjá leiki (103) mínútur fyrir FC Kaupmannahöfn (Danmörk) tímabilið 2010-11.EPA/SERGEY DOLZHENKO 11. Mikael Neville Anderson Mikael spilaði fimm leiki (164 mínútur) með Midtjylland (Danmörk) tímabilið 2020-21. Gaf hann eina stoðsendingu í leikjunum fimm.Lars Ronbog/Getty Images 10. Hörður Björgvin Magnússon Hörður Björgvin spilaði þrjá leiki (237 mínútur) fyrir CSKA Moskvu (Rússland) tímabilið 2018-19. 9. Arnór Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru liðsfélagar hjá CSKA Moskvu. Arnór tók þátt í öllum sex leikjum (355 mínútur) CSKA í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2018-19. Skoraði hann tvö mörk, gegn Roma og Real Madríd, ásamt því að gefa eina stoðsendingu.VÍSIR/GETTY 8. Rúrik Gíslason Rúrik spilaði sex leiki (391 mínútu) fyrir FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14.Lars Ronbog/Getty Images 7. Birkir Bjarnason Hinn fjölhæfi Birkir spilaði fimm leiki (434 mínútur) fyrir Basel (Sviss) tímabilið 2016-17.EPA/IAN LANGSDON 6. Kári Árnason Kári spilaði fimm leiki (449 mínútur) fyrir Malmö (Svíþjóð) tímabilið 2015-16.EPA/KRUGFOTO 5. Ragnar Sigurðsson Ragnar spilaði alla sex leiki (540 mínútur) FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14 frá upphafi til enda. Gaf miðvörðurinn tvær stoðsendingar í leikjunum sex. Hér er hann í baráttunni við Cristiano Roanldo er FCK mætti Real Madríd. Karim Benzema fylgist með úr fjarska.EPA/JENS NOERGAARD LARSEN 4. Eyjólfur Sverrisson Eyjólfur spilaði alls átta leiki (720 mínútur) með Hertha Berlín tímabilið 1999-2000. Þarna var enn „milliriðill“ í Meistaradeildinni og þaðan var farið beint í 8-liða úrslit ólíkt því sem þekkist í dag þegar aðeins er einn riðill og efstu tvö liðin fara í 16-liða úrslit. EPA PHOTO/LLUIS GENE 3. Kolbeinn Sigþórsson Sóknarmaðurinn spilaði alls 11 leiki (834 mínútur) fyrir Ajax (Holland) frá 2011 til 2015.EPA/ALEJANDRO GARCIA 2. Árni Gautur Arason Markvörðurinn öflugi spilaði alls 21 leik (1890) mínútur með Rosenborg (Noregur) frá 1998 til 2003. Hélt hann þrívegis hreinu, gegn Galatasaray, Ajax og Celtic. Hann var fyrstur Íslendinga til að spila í Meistaradeildinni eins og við þekkjum hana í dag. Árni Gautur Arason (f.1975) Rosenborg BK Fyrstur Íslendinga til þess að spila í Meistaradeild Evrópu. Árni og Taffarel (Galatasary) árið 1998 Árni og Buffon (Juventus) árið 2001#GamlaMyndin pic.twitter.com/ibN4xgp1OE— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 7, 2022 1. Eiður Smári Guðjohnsen Eiður Smári spilaði alls 45 leiki (2396) mínútur með Chelsea og Barcelona frá 2003 til 2009. Alls skoraði hann sjö mörk á þeim tíma og gaf átta stoðsendingar. Þá er hann eini Íslendingurinn sem hefur lyft þeim eyrnastóra en Eiður Smári vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009.EPA/ALBERT OLIVE Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Hann hefur nú þegar toppað mínútufjölda eins Íslendings í keppninni en nokkuð er í þann sem hefur spilað flesta leiki og flestar mínútur. Hákon Arnar ræddi tilfinninguna að koma inn af bekknum gegn Dortmund í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðurkenndi táningurinn að þetta væri eitthvað sem honum hefði dreymt um síðan hann var bara lítill pjakkur að sparka í bolta á Akranesi. Miðað við að þetta var aðeins fyrsti leikur FCK í riðlakeppninni má reikna með að leikirnir verði fleiri. Þá má reikna með að Ísak Bergmann Jóhannesson, æskuvinur og liðsfélagi Hákon Arnars, verði 16. Íslendingurinn á listanum innan tíðar. Hvort úrslitin verði betri á þriðjudaginn var mun svo koma í ljós en ásamt Dortmund eru Manchester City og Sevilla í riðli með FCK. Hér að neðan má sjá lista yfir þá Íslendinga sem hafa spilað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en hún var sett á laggirnar á tíunda áratug síðustu aldar. 15. Helgi Sigurðsson Helgi spilaði einn leik (18 mínútur) með Panathinaikos (Grikkland) árið 2001.EPA PHOTO/OLIVER BERG 14. Hákon Arnar Haraldsson Hefur spilað einn leik (30 mínútur) með FC Kaupmannahöfn (Danmörk) árið 2022. Er fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir FCK í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Lars Baron/Getty Images 13. Alfreð Finnbogason Alfreð spilaði þrjá leiki (58 mínútur) með Olympiacos (Grikkland) tímabilið 2015-16. Skoraði hann eitt mark, í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum.EPA/SEAN DEMPSEY 12. Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir spilaði þrjá leiki (103) mínútur fyrir FC Kaupmannahöfn (Danmörk) tímabilið 2010-11.EPA/SERGEY DOLZHENKO 11. Mikael Neville Anderson Mikael spilaði fimm leiki (164 mínútur) með Midtjylland (Danmörk) tímabilið 2020-21. Gaf hann eina stoðsendingu í leikjunum fimm.Lars Ronbog/Getty Images 10. Hörður Björgvin Magnússon Hörður Björgvin spilaði þrjá leiki (237 mínútur) fyrir CSKA Moskvu (Rússland) tímabilið 2018-19. 9. Arnór Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru liðsfélagar hjá CSKA Moskvu. Arnór tók þátt í öllum sex leikjum (355 mínútur) CSKA í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2018-19. Skoraði hann tvö mörk, gegn Roma og Real Madríd, ásamt því að gefa eina stoðsendingu.VÍSIR/GETTY 8. Rúrik Gíslason Rúrik spilaði sex leiki (391 mínútu) fyrir FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14.Lars Ronbog/Getty Images 7. Birkir Bjarnason Hinn fjölhæfi Birkir spilaði fimm leiki (434 mínútur) fyrir Basel (Sviss) tímabilið 2016-17.EPA/IAN LANGSDON 6. Kári Árnason Kári spilaði fimm leiki (449 mínútur) fyrir Malmö (Svíþjóð) tímabilið 2015-16.EPA/KRUGFOTO 5. Ragnar Sigurðsson Ragnar spilaði alla sex leiki (540 mínútur) FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14 frá upphafi til enda. Gaf miðvörðurinn tvær stoðsendingar í leikjunum sex. Hér er hann í baráttunni við Cristiano Roanldo er FCK mætti Real Madríd. Karim Benzema fylgist með úr fjarska.EPA/JENS NOERGAARD LARSEN 4. Eyjólfur Sverrisson Eyjólfur spilaði alls átta leiki (720 mínútur) með Hertha Berlín tímabilið 1999-2000. Þarna var enn „milliriðill“ í Meistaradeildinni og þaðan var farið beint í 8-liða úrslit ólíkt því sem þekkist í dag þegar aðeins er einn riðill og efstu tvö liðin fara í 16-liða úrslit. EPA PHOTO/LLUIS GENE 3. Kolbeinn Sigþórsson Sóknarmaðurinn spilaði alls 11 leiki (834 mínútur) fyrir Ajax (Holland) frá 2011 til 2015.EPA/ALEJANDRO GARCIA 2. Árni Gautur Arason Markvörðurinn öflugi spilaði alls 21 leik (1890) mínútur með Rosenborg (Noregur) frá 1998 til 2003. Hélt hann þrívegis hreinu, gegn Galatasaray, Ajax og Celtic. Hann var fyrstur Íslendinga til að spila í Meistaradeildinni eins og við þekkjum hana í dag. Árni Gautur Arason (f.1975) Rosenborg BK Fyrstur Íslendinga til þess að spila í Meistaradeild Evrópu. Árni og Taffarel (Galatasary) árið 1998 Árni og Buffon (Juventus) árið 2001#GamlaMyndin pic.twitter.com/ibN4xgp1OE— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 7, 2022 1. Eiður Smári Guðjohnsen Eiður Smári spilaði alls 45 leiki (2396) mínútur með Chelsea og Barcelona frá 2003 til 2009. Alls skoraði hann sjö mörk á þeim tíma og gaf átta stoðsendingar. Þá er hann eini Íslendingurinn sem hefur lyft þeim eyrnastóra en Eiður Smári vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009.EPA/ALBERT OLIVE
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira