Strax búinn að toppa mínútur Helga Sig en á töluvert í að ná Árna Gauti og Eið Smára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 12:02 Hákon Arnar fékk smjörþefinn af Meistaradeild Evrópu gegn Borussia Dortmund í vikunni. Ulrik Pedersen/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson spilaði síðasta hálftímann er FC Kaupmannahöfn tapaði 3-0 gegn Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn var. Þar með varð Hákon Arnar 15. Íslendingurinn til að leika í deild þeirra bestu. Hann hefur nú þegar toppað mínútufjölda eins Íslendings í keppninni en nokkuð er í þann sem hefur spilað flesta leiki og flestar mínútur. Hákon Arnar ræddi tilfinninguna að koma inn af bekknum gegn Dortmund í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðurkenndi táningurinn að þetta væri eitthvað sem honum hefði dreymt um síðan hann var bara lítill pjakkur að sparka í bolta á Akranesi. Miðað við að þetta var aðeins fyrsti leikur FCK í riðlakeppninni má reikna með að leikirnir verði fleiri. Þá má reikna með að Ísak Bergmann Jóhannesson, æskuvinur og liðsfélagi Hákon Arnars, verði 16. Íslendingurinn á listanum innan tíðar. Hvort úrslitin verði betri á þriðjudaginn var mun svo koma í ljós en ásamt Dortmund eru Manchester City og Sevilla í riðli með FCK. Hér að neðan má sjá lista yfir þá Íslendinga sem hafa spilað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en hún var sett á laggirnar á tíunda áratug síðustu aldar. 15. Helgi Sigurðsson Helgi spilaði einn leik (18 mínútur) með Panathinaikos (Grikkland) árið 2001.EPA PHOTO/OLIVER BERG 14. Hákon Arnar Haraldsson Hefur spilað einn leik (30 mínútur) með FC Kaupmannahöfn (Danmörk) árið 2022. Er fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir FCK í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Lars Baron/Getty Images 13. Alfreð Finnbogason Alfreð spilaði þrjá leiki (58 mínútur) með Olympiacos (Grikkland) tímabilið 2015-16. Skoraði hann eitt mark, í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum.EPA/SEAN DEMPSEY 12. Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir spilaði þrjá leiki (103) mínútur fyrir FC Kaupmannahöfn (Danmörk) tímabilið 2010-11.EPA/SERGEY DOLZHENKO 11. Mikael Neville Anderson Mikael spilaði fimm leiki (164 mínútur) með Midtjylland (Danmörk) tímabilið 2020-21. Gaf hann eina stoðsendingu í leikjunum fimm.Lars Ronbog/Getty Images 10. Hörður Björgvin Magnússon Hörður Björgvin spilaði þrjá leiki (237 mínútur) fyrir CSKA Moskvu (Rússland) tímabilið 2018-19. 9. Arnór Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru liðsfélagar hjá CSKA Moskvu. Arnór tók þátt í öllum sex leikjum (355 mínútur) CSKA í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2018-19. Skoraði hann tvö mörk, gegn Roma og Real Madríd, ásamt því að gefa eina stoðsendingu.VÍSIR/GETTY 8. Rúrik Gíslason Rúrik spilaði sex leiki (391 mínútu) fyrir FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14.Lars Ronbog/Getty Images 7. Birkir Bjarnason Hinn fjölhæfi Birkir spilaði fimm leiki (434 mínútur) fyrir Basel (Sviss) tímabilið 2016-17.EPA/IAN LANGSDON 6. Kári Árnason Kári spilaði fimm leiki (449 mínútur) fyrir Malmö (Svíþjóð) tímabilið 2015-16.EPA/KRUGFOTO 5. Ragnar Sigurðsson Ragnar spilaði alla sex leiki (540 mínútur) FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14 frá upphafi til enda. Gaf miðvörðurinn tvær stoðsendingar í leikjunum sex. Hér er hann í baráttunni við Cristiano Roanldo er FCK mætti Real Madríd. Karim Benzema fylgist með úr fjarska.EPA/JENS NOERGAARD LARSEN 4. Eyjólfur Sverrisson Eyjólfur spilaði alls átta leiki (720 mínútur) með Hertha Berlín tímabilið 1999-2000. Þarna var enn „milliriðill“ í Meistaradeildinni og þaðan var farið beint í 8-liða úrslit ólíkt því sem þekkist í dag þegar aðeins er einn riðill og efstu tvö liðin fara í 16-liða úrslit. EPA PHOTO/LLUIS GENE 3. Kolbeinn Sigþórsson Sóknarmaðurinn spilaði alls 11 leiki (834 mínútur) fyrir Ajax (Holland) frá 2011 til 2015.EPA/ALEJANDRO GARCIA 2. Árni Gautur Arason Markvörðurinn öflugi spilaði alls 21 leik (1890) mínútur með Rosenborg (Noregur) frá 1998 til 2003. Hélt hann þrívegis hreinu, gegn Galatasaray, Ajax og Celtic. Hann var fyrstur Íslendinga til að spila í Meistaradeildinni eins og við þekkjum hana í dag. Árni Gautur Arason (f.1975) Rosenborg BK Fyrstur Íslendinga til þess að spila í Meistaradeild Evrópu. Árni og Taffarel (Galatasary) árið 1998 Árni og Buffon (Juventus) árið 2001#GamlaMyndin pic.twitter.com/ibN4xgp1OE— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 7, 2022 1. Eiður Smári Guðjohnsen Eiður Smári spilaði alls 45 leiki (2396) mínútur með Chelsea og Barcelona frá 2003 til 2009. Alls skoraði hann sjö mörk á þeim tíma og gaf átta stoðsendingar. Þá er hann eini Íslendingurinn sem hefur lyft þeim eyrnastóra en Eiður Smári vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009.EPA/ALBERT OLIVE Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Hann hefur nú þegar toppað mínútufjölda eins Íslendings í keppninni en nokkuð er í þann sem hefur spilað flesta leiki og flestar mínútur. Hákon Arnar ræddi tilfinninguna að koma inn af bekknum gegn Dortmund í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðurkenndi táningurinn að þetta væri eitthvað sem honum hefði dreymt um síðan hann var bara lítill pjakkur að sparka í bolta á Akranesi. Miðað við að þetta var aðeins fyrsti leikur FCK í riðlakeppninni má reikna með að leikirnir verði fleiri. Þá má reikna með að Ísak Bergmann Jóhannesson, æskuvinur og liðsfélagi Hákon Arnars, verði 16. Íslendingurinn á listanum innan tíðar. Hvort úrslitin verði betri á þriðjudaginn var mun svo koma í ljós en ásamt Dortmund eru Manchester City og Sevilla í riðli með FCK. Hér að neðan má sjá lista yfir þá Íslendinga sem hafa spilað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en hún var sett á laggirnar á tíunda áratug síðustu aldar. 15. Helgi Sigurðsson Helgi spilaði einn leik (18 mínútur) með Panathinaikos (Grikkland) árið 2001.EPA PHOTO/OLIVER BERG 14. Hákon Arnar Haraldsson Hefur spilað einn leik (30 mínútur) með FC Kaupmannahöfn (Danmörk) árið 2022. Er fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir FCK í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Lars Baron/Getty Images 13. Alfreð Finnbogason Alfreð spilaði þrjá leiki (58 mínútur) með Olympiacos (Grikkland) tímabilið 2015-16. Skoraði hann eitt mark, í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum.EPA/SEAN DEMPSEY 12. Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir spilaði þrjá leiki (103) mínútur fyrir FC Kaupmannahöfn (Danmörk) tímabilið 2010-11.EPA/SERGEY DOLZHENKO 11. Mikael Neville Anderson Mikael spilaði fimm leiki (164 mínútur) með Midtjylland (Danmörk) tímabilið 2020-21. Gaf hann eina stoðsendingu í leikjunum fimm.Lars Ronbog/Getty Images 10. Hörður Björgvin Magnússon Hörður Björgvin spilaði þrjá leiki (237 mínútur) fyrir CSKA Moskvu (Rússland) tímabilið 2018-19. 9. Arnór Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru liðsfélagar hjá CSKA Moskvu. Arnór tók þátt í öllum sex leikjum (355 mínútur) CSKA í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2018-19. Skoraði hann tvö mörk, gegn Roma og Real Madríd, ásamt því að gefa eina stoðsendingu.VÍSIR/GETTY 8. Rúrik Gíslason Rúrik spilaði sex leiki (391 mínútu) fyrir FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14.Lars Ronbog/Getty Images 7. Birkir Bjarnason Hinn fjölhæfi Birkir spilaði fimm leiki (434 mínútur) fyrir Basel (Sviss) tímabilið 2016-17.EPA/IAN LANGSDON 6. Kári Árnason Kári spilaði fimm leiki (449 mínútur) fyrir Malmö (Svíþjóð) tímabilið 2015-16.EPA/KRUGFOTO 5. Ragnar Sigurðsson Ragnar spilaði alla sex leiki (540 mínútur) FC Kaupmannahöfn tímabilið 2013-14 frá upphafi til enda. Gaf miðvörðurinn tvær stoðsendingar í leikjunum sex. Hér er hann í baráttunni við Cristiano Roanldo er FCK mætti Real Madríd. Karim Benzema fylgist með úr fjarska.EPA/JENS NOERGAARD LARSEN 4. Eyjólfur Sverrisson Eyjólfur spilaði alls átta leiki (720 mínútur) með Hertha Berlín tímabilið 1999-2000. Þarna var enn „milliriðill“ í Meistaradeildinni og þaðan var farið beint í 8-liða úrslit ólíkt því sem þekkist í dag þegar aðeins er einn riðill og efstu tvö liðin fara í 16-liða úrslit. EPA PHOTO/LLUIS GENE 3. Kolbeinn Sigþórsson Sóknarmaðurinn spilaði alls 11 leiki (834 mínútur) fyrir Ajax (Holland) frá 2011 til 2015.EPA/ALEJANDRO GARCIA 2. Árni Gautur Arason Markvörðurinn öflugi spilaði alls 21 leik (1890) mínútur með Rosenborg (Noregur) frá 1998 til 2003. Hélt hann þrívegis hreinu, gegn Galatasaray, Ajax og Celtic. Hann var fyrstur Íslendinga til að spila í Meistaradeildinni eins og við þekkjum hana í dag. Árni Gautur Arason (f.1975) Rosenborg BK Fyrstur Íslendinga til þess að spila í Meistaradeild Evrópu. Árni og Taffarel (Galatasary) árið 1998 Árni og Buffon (Juventus) árið 2001#GamlaMyndin pic.twitter.com/ibN4xgp1OE— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 7, 2022 1. Eiður Smári Guðjohnsen Eiður Smári spilaði alls 45 leiki (2396) mínútur með Chelsea og Barcelona frá 2003 til 2009. Alls skoraði hann sjö mörk á þeim tíma og gaf átta stoðsendingar. Þá er hann eini Íslendingurinn sem hefur lyft þeim eyrnastóra en Eiður Smári vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009.EPA/ALBERT OLIVE
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira