„Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt“ „Það er erfitt fyrir að vera of gagnrýninn á frammistöðuna. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og fleiri skot á markið sjálft,“ sagði Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, eftir 1-0 tap Englands í Mílanó á Ítalíu. Tapið þýðir að England er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. 23.9.2022 23:31
Segist hafa sóað fimm árum af sínum ferli en neitar að hafa verið glaumgosi Ousmane Dembélé, vængmaður spænska knattspyrnuliðsins, Barcelona var keyptur á fúlgur fjár árið 2017 en það var í raun ekki fyrr en á síðustu leiktíð sem hann fór virkilega að sýna hvað í sér býr. Leikmaðurinn viðurkennir að hann hafi sóað fimm árum af ferli sínum en þvertekur fyrir að vera glaumgosi. 23.9.2022 23:00
Ísak Snær við það að feta í fótspor Kristals Mána Það stefnir allt í að Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, verði samherji Kristals Mána Ingasonar hjá norska liðinu Rosenborg fyrr heldur en síðar. 23.9.2022 22:00
England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. 23.9.2022 20:45
Arnar með munnlegt samkomulag við annað lið Arnar Grétarsson lét af störfum sem þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Hann hefur nú staðfest að hann sé þegar búinn að gera munnlegt samkomulag við annað félag. 23.9.2022 20:30
Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23.9.2022 19:30
Íslendingarnir mikilvægir í góðum sigri Ribe-Esbjerg Íslendingalið Ribe-Esbjerg vann sex marka sigur á Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 31-25. 23.9.2022 17:46
Maguire telur De Gea eiga sök á slöku gengi Man Utd á síðustu leiktíð Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Raunar hefur hann ekki átt síðustu 12 mánuði eða svo sæla og virðist sem hann kenni að einhverju leyti liðsfélögum sínum um. 22.9.2022 07:01
Dagskráin í dag: Handbolti, Körfuboltakvöld, Ljósleiðaradeildin og nóg af golfi Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru sjö beinar útsendingar á dagskránni í dag. 22.9.2022 06:01
Eigandi Phoenix Suns og Mercury selur eftir að vera dæmdur í bann vegna kvenhaturs og rasisma Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta og Phoenix Mercury í WNBA-deildinni, hefur ákveðið að selja eftir að hann var dæmdur í árs bann og sektaður um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 21.9.2022 23:31