Segist hafa sóað fimm árum af sínum ferli en neitar að hafa verið glaumgosi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:00 Ousmane Dembélé virðist loks vera að finna taktinn í Katalóníu. Steve Christo/Getty Images Ousmane Dembélé, vængmaður spænska knattspyrnuliðsins, Barcelona var keyptur á fúlgur fjár árið 2017 en það var í raun ekki fyrr en á síðustu leiktíð sem hann fór virkilega að sýna hvað í sér býr. Leikmaðurinn viðurkennir að hann hafi sóað fimm árum af ferli sínum en þvertekur fyrir að vera glaumgosi. Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við Sjá meira
Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við Sjá meira