„Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:31 Gareth Southgate punktar hjá sér að England er nú fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Michael Regan/Getty Images „Það er erfitt fyrir að vera of gagnrýninn á frammistöðuna. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og fleiri skot á markið sjálft,“ sagði Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, eftir 1-0 tap Englands í Mílanó á Ítalíu. Tapið þýðir að England er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira