Aron öflugur í sigri Álaborgar Álaborg vann fimm marka sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 44-39. Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson kom að níu mörkum í liði Álaborgar. 29.10.2022 18:26
KA úr leik eftir fjögurra marka tap KA féll í dag úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn austurríska liðinu HC Fivers. Lokatölur í dag 26-30 eftir að KA hafði unnið fyrri leik liðanna 30-29. 29.10.2022 18:10
Nýríkt Newcastle gerir atlögu að Meistaradeildarsæti Gott gengi Newcastle United heldur áfram en liðið vann 4-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrr í dag. Þá vann Crystal Palace nauman sigur á Southampton á meðan Brentford og Úlfarnir gerðu 1-1 jafntefli. 29.10.2022 17:30
Dagný setur spurningamerki við hversu „hröð“ hún er í FIFA Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er ekki parsátt með einkunnagjöf sína í tölvuleiknum FIFA 23. Dagný telur sig vera töluvert hraðari á velli en einkunnaspjald hennar segir til um. 27.10.2022 14:01
Frá Þrótti í Laugardalnum til Fenerbahçe í Istanbúl Danielle Marcano spilaði einkar vel með Þrótti Reykjavik í Bestu deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Hún hefur nú söðlað um og samið við tyrkneska liðið Fenerbahçe en það er staðsett í Istanbúl. 27.10.2022 12:31
Bakvið tjöldin við gerð skjaldarins Karlalið Breiðabliks tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn þegar liðið fær Víking í heimsókn í lokaumferð deildarinnar. Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar að Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum. 27.10.2022 12:00
Júlíus kemur inn fyrir Guðlaug Victor Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttuleiki liðsins gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu. Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, kemur inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson, leikmann DC United í Bandaríkjunum. 27.10.2022 11:01
Lélegt lið Lakers enn án sigurs Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks. 27.10.2022 10:30
„Mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut að komast áfram í Meistaradeild Evrópu“ Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, var gríðarlega sáttur með 3-0 sigur sinna manna á Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. Sigurinn tryggði sæti Liverpool í 16-liða úrslitum og gefum þeim möguleika á að ná toppsæti riðilsins i lokaumferðinni. 27.10.2022 09:30
Fjárhagsvandræði Barcelona aftur í brennidepli eftir fall úr Meistaradeildinni Á miðvikudagskvöld varð endanlega ljóst að Barcelona, stórveldið frá Katalóníu, kæmist ekki áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Um er að ræða mikið högg þar sem forráðamenn félagsins framkvæmdu hin ýmsu töfrabrögð í sumar til að koma liðinu aftur í fremstu röð, eða svo töldu þeir. 27.10.2022 09:00