Íslenska karlalandsliðið mætir Sádi-Arabíu og Suður-Kóreru í vináttuleikjum ytra þann 6. og 11. nóvember næstkomandi. Hópurinn var tilkynntur þann 21. október en athygli vakti að Júlíus var hvorki í hópnum sem var valinn né hluti af þeim fimm leikmönnum sem voru á „varalista.“
Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-2 jafntefli Víkings og KR í Bestu deildinni greindi hinn 24 ára gamli Júlíus frá því að hann hefði verið meiddur þegar hópurinn var valinn og hafi því ekki gefið kost á sér.
Hann hefur nú náð sér af meiðslunum og er nú orðinn hluti af hópnum þar sem Guðlaugur Victor hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir komandi nóvember-verkefni. Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með í leikjunum við Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu vegna meiðsla og í hans stað kemur Júlíus Magnússon úr Víkingi. pic.twitter.com/XymUC09mp4
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2022
Júlíus á að baki einn A-landsleik en hann spilaði nokkrar mínútur í 1-0 sigri á San Marínó í vináttuleik fyrr á þessu ári. Miðjumaðurinn knái lék á sínum tíma 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 15 fyrir U-21 árs landsliðið.