Öruggt hjá Fram á Akureyri Fram gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna og vann ellefu marka sigur á KA/Þór, lokatölur 24-35. 12.11.2022 16:36
Napoli jók forystuna á toppnum Napoli er komið með 11 stiga forystu á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Liðið virtist ætla að vinna stórsigur á Udinese í dag en gestirnir rönkuðu við sér undir lokin og gerðu leikinn æsispennandi, lokatölur 3-2. 12.11.2022 16:01
Álaborg marði Ribe-Esbjerg án Arons Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Heimamenn voru án Arons Pálmarsson en það kom ekki að sök þar sem þeir unnu eins marks sigur, 29-28. 12.11.2022 15:15
Maðurinn sem Southgate skildi eftir sökkti Man City Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri. 12.11.2022 14:35
Magnaður Magnussen kom Haas á ráspól Kevin Magnussen, ökumaður Haas, í Formúlu 1 kom öllum á óvart í dag er hann náði besta tímanum í tímatöku fyrir kappakstur morgundagsins sem fer fram í Sao Paulo í Brasilíu. 12.11.2022 13:45
Segir Keane hræsnara vegna ummæla um Ronaldo Wayne Rooney hefur gagnrýnt fyrrum samherja sinn hjá Manchester United vegna ummæla hans um Cristiano Ronaldo á þessari leiktíð. 12.11.2022 12:45
Barcelona skoðar tvíeyki Villareal Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 12.11.2022 12:06
Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. 12.11.2022 11:17
Birgir aftur í KA eftir að Valur íhugaði að fá hann Bakvörðurinn Birgir Baldvinsson mun spila með KA í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar en það virtist nær frágengið að hann myndi enda í Val. Hinn 21 árs gamli Birgir hefur leikið með Leikni Reykjavík á láni undanfarin þrjú tímabil en ávallt verið samningsbundinn uppeldisfélagi sínu KA. 12.11.2022 10:31
Hörður kvartar til EHF vegna framkomu lettneska sambandsins Lið Harðar í Olís deild karla hefur fengið nóg af framkomu lettneska handknattleikssambandsins í sinn garð. Hefur Hörður lagt inn formlega kvörtun til Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Frá þessu var greint á Facebook síðu Hattar. 12.11.2022 09:46