Segir Keane hræsnara vegna ummæla um Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 12:45 Wayne Rooney er í dag þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United. Andrew Katsampes/Getty Images Wayne Rooney hefur gagnrýnt fyrrum samherja sinn hjá Manchester United vegna ummæla hans um Cristiano Ronaldo á þessari leiktíð. Roy Keane starfar í dag fyrir Sky Sports en var á sínum tíma fyrirliði Manchester United og vann fjölda titla með liðinu. Keane kallaði ekki allt ömmu sína og var í raun látinn fara vegna ummæla sem hann lét falla um þáverandi samherja sína. Keane hefur verið duglegur að gagnrýna Erik ten Hag, þjálfara Man United, fyrir að spila Ronaldo ekki meira en þjálfarinn hefur verið duglegur að Wayne Rooney lék með bæði hinum írska Keane og hinum portúgalska Ronaldo hjá Man United á árum áður. Þekkjandi Keane þá furðar Rooney sig á þeim ummælum sem Írinn hefur látið falla um portúgalska framherjann á þessari leiktíð. I ve seen Roy Keane defending him?! Roy wouldn t have accepted that at all. It s a distraction #MUFC don t need. Wayne Rooney blasts Ronaldo for his recent outburst with Erik ten Hag. pic.twitter.com/t05HUQcD7b— talkSPORT (@talkSPORT) November 11, 2022 „Það sem Ronaldo hefur gert síðan tímabilið byrjaði er ekki ásættanlegt fyrir Manchester United. Svo sé ég Roy Keane verja hann, Roy hefði ekki gert það á sínum tíma. Þetta er truflun sem félagið þar ekki á að halda þegar það er að reyna byggja til framtíðar,“ sagði Rooney í viðtali við talkSPORT. „Cristiano ætti að leggja hart að sér og vera tilbúinn þegar þjálfarinn þarf á honum að halda. Ef hann gerir það þá er hann mikils virði. Ef hann gerir það ekki þá er hann truflun sem Man United þarf ekki á að halda.“ Ronaldo missti af undirbúningstímabilinu þar sem hann var í Portúgal vegna persónulegra aðstæðna. Á sama tíma fór umboðsmaður hans, Jorge Mendes, í Evróputúr í von um að koma leikmanninum til liða sem myndu leika í Meistaradeild Evrópu. Það gekk ekki eftir og Ronaldo var áfram leikmaður Man United. Ronaldo hefur ekki leikið vel og yfirgaf Old Trafford áður en flautað var til leiksloka eftir að hafa neitað að koma inn af bekknum þegar liðsfélagar hans unnu gríðarlega sannfærandi sigur á Tottenham Hotspur nýverið. Eitthvað sem Keane hefði tekið menn á teppið fyrir á sínum tíma. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Roy Keane starfar í dag fyrir Sky Sports en var á sínum tíma fyrirliði Manchester United og vann fjölda titla með liðinu. Keane kallaði ekki allt ömmu sína og var í raun látinn fara vegna ummæla sem hann lét falla um þáverandi samherja sína. Keane hefur verið duglegur að gagnrýna Erik ten Hag, þjálfara Man United, fyrir að spila Ronaldo ekki meira en þjálfarinn hefur verið duglegur að Wayne Rooney lék með bæði hinum írska Keane og hinum portúgalska Ronaldo hjá Man United á árum áður. Þekkjandi Keane þá furðar Rooney sig á þeim ummælum sem Írinn hefur látið falla um portúgalska framherjann á þessari leiktíð. I ve seen Roy Keane defending him?! Roy wouldn t have accepted that at all. It s a distraction #MUFC don t need. Wayne Rooney blasts Ronaldo for his recent outburst with Erik ten Hag. pic.twitter.com/t05HUQcD7b— talkSPORT (@talkSPORT) November 11, 2022 „Það sem Ronaldo hefur gert síðan tímabilið byrjaði er ekki ásættanlegt fyrir Manchester United. Svo sé ég Roy Keane verja hann, Roy hefði ekki gert það á sínum tíma. Þetta er truflun sem félagið þar ekki á að halda þegar það er að reyna byggja til framtíðar,“ sagði Rooney í viðtali við talkSPORT. „Cristiano ætti að leggja hart að sér og vera tilbúinn þegar þjálfarinn þarf á honum að halda. Ef hann gerir það þá er hann mikils virði. Ef hann gerir það ekki þá er hann truflun sem Man United þarf ekki á að halda.“ Ronaldo missti af undirbúningstímabilinu þar sem hann var í Portúgal vegna persónulegra aðstæðna. Á sama tíma fór umboðsmaður hans, Jorge Mendes, í Evróputúr í von um að koma leikmanninum til liða sem myndu leika í Meistaradeild Evrópu. Það gekk ekki eftir og Ronaldo var áfram leikmaður Man United. Ronaldo hefur ekki leikið vel og yfirgaf Old Trafford áður en flautað var til leiksloka eftir að hafa neitað að koma inn af bekknum þegar liðsfélagar hans unnu gríðarlega sannfærandi sigur á Tottenham Hotspur nýverið. Eitthvað sem Keane hefði tekið menn á teppið fyrir á sínum tíma.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira