Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Inter klífur upp töfluna

Inter Milan vann Atalanta í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Inter hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni.

Líkti Vöndu Sigur­geirs­dóttur við Sól­veigu Önnu

Knattspyrnusamband Íslands og málefni sambandsins voru meðal umræðuefna í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á föstudaginn var. Þar var Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líkt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.

Freyr ætlar að kaupa þúsund bjóra eftir sigur Lyng­by

Freyr Alexandersson var eðlilega hátt uppi þegar lið hans Lyngby vann loks leik í dönsku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Eftir leik sagðist hann ætla að kaupa þúsund Carlsberg-bjóra til að fagna sigrinum.

Arteta: Bjóst enginn við þessu

Sigur Arsenal á Úlfunum á laugardag var tólfti sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið fer með örugga fimm stiga forystu inn í hléið sem nú hefst vegna HM í Katar. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði engan hafa búist við því að liðið myndi byrja tímabilið jafnvel og raun ber vitni.

Hefndar­túr Dončić heldur á­fram | Embi­id og Tatum með yfir 40 stig

Luka Dončić heldur hefndartúr sínum áfram í NBA deildinni. Eftir að vera lengi í gang á síðustu leiktíð og gagnrýndur fyrir að vera of þungur þá hefur Slóveninn verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð. Hann var með þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Portland Trail Blazers.

Er þetta minnsti heims­meistara­bikar í heimi?

Nýja-Sjáland varð heimsmeistari í ruðningi [e. rugby] á laugardag, 12. nóvember, eftir vægast sagt dramatískan sigur á Englandi á Eden Park í Nýja-Sjálandi. Það vakti mikla athygli þeirra sem fylgjast ekki ítarlega með íþróttinni hversu lítill verðlaunagripurinn sjálfur var.

Liver­pool vann síðasta leikinn fyrir HM pásuna

Liverpool lagði Southampton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um er að ræða síðasta leik liðanna áður en deildin tekur sér pásu þangað til rétt fyrir jól vegna HM í Katar.

Sjá meira