Erna Sóley og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins Á föstudaginn var fór fram uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands í Laugardalshöll. Þar var meðal annars tilkynnt hvaða fólk hlyti nafnbótina „frjálsíþróttafólk ársins.“ Að þessu sinni voru það kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson. 6.12.2022 13:31
Ekki dauður úr öllum æðum: Sjáðu Tom Brady stýra ótrúlegri endurkomu Tampa Bay Hinn 45 ára gamli Tom Brady minnti heldur betur á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers risu eins og Fönix úr öskunni í ótrúlegum eins stigs endurkomu sigri á New Orleans Saints í NFL deildinni. 6.12.2022 11:30
„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“ Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“ 6.12.2022 07:00
Dagskráin í dag: Valsmenn í Ungverjalandi Evrópuævintýri Vals heldur áfram. Þá er Lokasóknin á sínum stað sem og Ljósleiðaradeildin. 6.12.2022 06:00
Gunnar Malmquist og Sigurður slíðra sverðin Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag. 5.12.2022 23:30
Davis gefur Lakers von Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis. 5.12.2022 23:01
Breiðablik heldur áfram að sækja leikmenn Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún kemur frá Haukum en var í láni hjá Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð. 5.12.2022 22:30
Brasilía flaug inn í átta liða úrslit Brasilía vann öruggan 4-1 sigur á Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Öll mörk leiksins má sjá hér að neðan. 5.12.2022 21:05
Man City, Liverpool og Real Madrid talin leiða kapphlaupið um Bellingham Jude Bellingham hefur vakið mikla athygli á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Samkvæmt Sky Sports eru Manchester City, Liverpool og Real Madríd þau lið sem eru hvað líklegust til að festa kaup á þessum 19 ára miðjumanni næsta sumar. 5.12.2022 20:30
Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi. 5.12.2022 19:46