Frábær leikur Elvars dugði ekki til Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik fyrir lið Rytas í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs þar sem Rytas tapaði með 11 stigum á Bnei Herzliya, lokatölur 90-101. 14.12.2022 19:45
Tuttugu og eitt íslenskt mark í sigri Magdeburg í París Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru svo sannarlega allt í öllu í naumum sigri Magdeburg á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur í París 33-37. 14.12.2022 19:31
Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14.12.2022 19:01
KA ekki enn fengið greitt fyrir Nökkva Þey Belgíska félagið Beerschot festi kaup á Nökkva Þey Þórissyni, leikmanni KA í Bestu deild karla í fótbolta, undir lok síðasta sumars. KA hefur hins vegar ekki enn fengið greitt fyrir leikmanninn. 14.12.2022 18:01
Lögmál leiksins um örvæntingafullt lið Lakers: „Verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort gott gengi Brooklyn Nets gæti haldið áfram, hvort Miami Heat þyrfti ekki að fara hafa áhyggjur, hvort Los Angeles Lakers gæti orðið NBA meistari og hvor yrði bestur af Cade Cunningham, Evan Mobley og Jalen Green. 13.12.2022 09:31
Vilja selja Man Utd snemma árs 2023 en verðmiðinn talinn of hár Enska knattspyrnuliðið Manchester United er til sölu. Talið er að eigendur þess, Glazer-fjölskyldan, vilji á milli sex til sjö milljarða sterlingspunda fyrir félagið eða um það bil þúsund milljarða íslenskra króna. 13.12.2022 07:00
Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Vals, Lokasóknin og Stjórinn Handbolti er í fyrirrúmi á Stöð 2 Sport í dag en Íslandsmeistarar Vals mæta sænska liðinu Ystad á Hlíðarenda í Evrópukeppni karla í kvöld. 13.12.2022 06:00
Harðorður Einar um stöðu mála á Akureyri: „Finnst þetta allt of langt fall niður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, var ekki í jólaskapi í jólaþætti Seinni bylgjunnar er hann ræddi stöðu mála hjá KA/Þór í Olís deild kvenna. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2021 ásamt því að verða bikarmeistari sama ár en er nú í fallbaráttu. 12.12.2022 23:30
Frá Reykjavík til Rabat: Hvernig Víkingaklappið endaði á HM í Katar Þó Ísland hafi ekki verið meðal þeirra þjóða sem komust á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fer í Katar þá komst einkennismerki Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands, þangað. Stuðningsfólk Marokkó, sem komið er alla leið í undanúrslit, hefur nefnilega verið duglegt að taka Víkingaklappið í Katar. 12.12.2022 23:00
Höttur í undanúrslit eftir sigur á KR Höttur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta þegar liðið vann lánlaust lið KR í Vesturbænum. Munurinn gat ekki verið minni en gestirnir frá Egilsstöðum unnu leikinn 94-93. 12.12.2022 22:00