Isco á förum frá Sevilla eftir aðeins fjóra mánuði hjá félaginu Spánverjinn sóknarþenkjandi Isco gekk í raðir Sevilla í sumar eftir að hafa verið leikmaður Real Madríd til fjölda ára. Hann skrifaði undir samning til ársins 2024 en virðist nú á leið frá Andalúsíu. 20.12.2022 20:02
Rúnar Már aftur til Rúmeníu Knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er ekki lengur án félags. Hann hefur samið við rúmenska liðið Voluntari og snýr því aftur til Rúmeníu eftir að hafa spilað með CFR Cluj þar í landi frá febrúar 2021 þangað til í júlí á þessu ári. 20.12.2022 19:16
Ómar Ingi og Sandra Erlings Handknattleiksfólk ársins 2022 Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Magdeburgar, og Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, eru Handknattleiksfólk ársins að mati Handknattleikssambands Íslands. 20.12.2022 17:45
Syrtir í álinn hjá meisturunum: Curry frá næstu vikurnar NBA meistarar Golden State Warriors verða án síns besta manns næstu tvær vikurnar hið minnsta þar sem Stephen Curry er meiddur á öxl. Þetta er mikið áfall fyrir liðið sem hefur ekki enn náð að sýna sínar bestu hliðar á tímabilinu. 17.12.2022 09:00
HM félagsliða verður eins og HM landsliða árið 2025 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusamabndsins - FIFA - hefur tilkynnt að sambandið hygðist hefja leik á glænýrri heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2025. 17.12.2022 08:00
Griner þakkar Biden og stefnir á að spila á næstu leiktíð Brittney Griner þakkaði Bandaríkjaforseta þegar hún tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að vera loks komin heim eftir tíu mánuði í rússnesku fangelsi. Þá stefnir hún á að spila með Phoenix Mercury í WNBA deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 17.12.2022 07:01
Dagskráin í dag: Golf, NBA og Blast Premier Alls eru fimm beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. 17.12.2022 06:01
Hörður áfram í bikarnum Hörður frá Ísafirði lagði Kórdrengi í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld, lokatölur 25-38. 16.12.2022 23:00
Tryggðu sig áfram þótt ekki tækist að troða boltanum í markið Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði 75 mínútur í markalausu jafntefli Wolfsburg og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Úrslit kvöldsins þýða að Wolfsburg hefur endanlega tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum. 16.12.2022 22:31
KR lætur enn einn útlendinginn fara KR, sem situr í botnsæti Subway deildar karla í körfubolta, hefur ákveðið að láta Roberts Freimanis fara. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. 16.12.2022 19:01