Fótbolti

Rúnar Már aftur til Rúmeníu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Már í leik með Cluj.
Rúnar Már í leik með Cluj. Flaviu Buboi/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er ekki lengur án félags. Hann hefur samið við rúmenska liðið Voluntari og snýr því aftur til Rúmeníu eftir að hafa spilað með CFR Cluj þar í landi frá febrúar 2021 þangað til í júlí á þessu ári.

Hinn 32 ára gamli Rúnar Már hefur verið án félags síðan samningur hans við Cluj rann út. Hann æfði með ÍA í sumar en stefndi altlaf á að fara aftur út í atvinnumennsku. Hann hefur nú samið við Voluntari samkvæmt frétt mbl.is.

Rúnar Már hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Sviss, Kasakstan og Rúmeníu á ferli sínum. Þá á hann að baki 32 A-landsleiki og hefur skorað í þeim tvö mörk.

Ekki kemur fram hversu langur samningur Rúnars við Voluntari er. Liðið situr sem stendur í 9. sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar en alls eru 16 lið í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×