Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jónatan um brott­hvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“

Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA.

Infantino vill HM á þriggja ára fresti

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, vill að heimsmeistaramótið í fótbolta sé haldið með þriggja ára millibili frekar en fjögurra eins og hefur verið venjan frá því mótið var sett á laggirnar.

„Það væri ekkert eðli­lega fal­leg jóla­saga ef Sti­ven fengi tæki­færið“

Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar og Handkastsins, um Olís deild karla sem og íslenska landsliðið velti fyrir sér hvernig landsliðshópur Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, fyrir HM í janúar myndi líta út. Vísir spurði því „Sérfræðinginn“ einfaldlega hvernig hann sæi þetta fyrir sér.

Ton­ey kærður fyrir 30 brot til við­bótar

Ivan Toney, framherji Brentford í ensku úrvalsdeildinni, var á dögunum kærður fyrir fjölda brota á veðmálareglum deildarinnar. Nú hafa 30 brot bæst við kæruna.

Matthías Orri æfir með KR: Endur­koma í kortunum?

Matthías Orri Sigurðarson hefur verið að æfa með KR að undanförnu samkvæmt heimildum Vísis. Gæti farið svo að hann taki fram skóna til að hjálpa sínum fyrrum félögum í fallbaráttunni í Subway deild karla.

Sjá meira