Lukaku segir alla vita hvað hann vill Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu. 2.1.2023 18:16
Mætir Messi og Mbappé sem þjálfari í lok janúar en hóf ferilinn í Football Manager Hinn þrítugi Will Still þjálfar í dag lið Stade de Reims í Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þjálfaraferill hans hófst þó ólíkt flestum öðrum. Hann fékk áhuga á þjálfun þegar hann var táningur eftir að hafa spilað tölvuleikinn vinsæla Football Manager. 1.1.2023 09:01
Hugleiðingar Grétars Rafns í heild sinni: „Áhyggjuefni hve fáir leikmenn skila sér í efstu deildir Evrópu“ Grétar Rafn Steinsson starfar í dag fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur en starfaði hluta árs 2022 fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Þegar starfi hans þar lauk ritaði hann niður hugleiðingar sínar og birti í kjölfarið. Mikið hefur verið rætt og ritað um þær að undanförnu en þó Grétar Rafn segir KSÍ vinna gott starf þá má betur ef duga skal. 1.1.2023 08:01
Ísak Bergmann þurfti að fara í aðgerð: „Átti erfitt með að anda með nefinu“ Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, gekkst undir aðgerð á nefi nú á dögunum. 1.1.2023 07:00
Dagskráin í dag: Tom Brady, Aaron Rodgers Nikola Jokić og Jayson Tatum Það er NFL og NBA veisla á Nýársdag á Stöð 2 Sport 2. Alls eru þrír leikir í beinni útsendingu. 1.1.2023 06:00
Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Farið var yfir bestu tilþrif tímabilsins til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Mynd segir meira en þúsund orð og myndband segir mun meira en það. Hér að neðan má sjá hvað Körfuboltakvöld telur vera tilþrif tímabilsins til þessa. 31.12.2022 23:30
Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“ „Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. 31.12.2022 22:01
Þessir lögðu skóna á hilluna 2022: Heimsmeistarar sem og menn sem þú hélst að væru löngu hættir Árið 2022 er að renna sitt skeið og líkt og hvert ár hefur fjöldi knattspyrnumanna ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu. Töluvert magn heimsfrægra leikmanna ákvað að kalla þetta gott en að sama skapi voru menn að hætta sem flest öll okkar töldu að hefðu hætt fyrir löngu síðan. 31.12.2022 21:00
Körfuboltakvöld um Grindavík: „Íslenskasta liðið, villtir og til í að vera í böggi allan leikinn“ Farið yfir gott gengi Grindavíkur í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, telur að um íslenskasta lið deildarinnar sé að ræða. 31.12.2022 19:00
Palhinha hetja Fulham | Sigurganga Newcastle á enda Fimm af sex leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Crystal Palace vann góðan útisigur á Bournemouth, Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton. Þá gerði Newcastle United markalaust jafntefli við Leeds United. Þar á undan hafði Manchester United unnið Úlfana en nágrannar þeirra í City náðu aðeins jafntefli gegn Everton. 31.12.2022 17:30