Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 22:01 Guðmundur segir upptöku af æfingaleik við Pólverja fyrir Ólympíuleikana 2008 hafa skipt sköpum. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. „Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15