Forseti La Liga segir eyðslu enskra liða ógna stöðugleika fótboltans í Evrópu Javier Tebas, forseti La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, segir að eyðsla enskra úrvalsdeildarfélaga ógni stöðugleika fótboltans í álfunni. Ensk lið hafa eytt fjármunum sem aldrei fyrr í janúar og er Tebas ekki sáttur. 2.2.2023 07:01
Dagskráin í dag: Gríðarlega mikilvægur leikur í Vesturbænum Það er sannkallaður stórleikur í Subway deild karla þegar KR og Þór Þorlákshöfn mætast í fallbaráttuslag. Við bjóðum einnig upp á golf, keilu og Ljósleiðaradeildina. 2.2.2023 06:00
„Hjá Man United verður að halda ákveðnum standard“ „Auðvitað er gaman að vinna undanúrslitaleiki en fyrri hálfleikurinn var ekki frábær ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Erik Ten Hag um frammistöðu Manchester United í 2-0 sigrinum á Nottingham Forest í kvöld. Lærisveinar Ten Hag unnu fyrri leikinn 3-0 og voru komnir með annan fótinn á Wembley. 1.2.2023 23:46
Mbappé klikkaði á vítaspyrnu og meiddist | Barcelona fékk á sig mark Stórliðin París Saint-Germain og Barcelona unnu bæði sigra þegar þau juku forskot sitt á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og þeirri spænsku. 1.2.2023 23:00
Góður leikur Aldísar Ástu dugði ekki Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í liði Skara í efstu deild sænska handboltans í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem lið hennar Skara mátti þola tveggja marka tap á útivelli gegn Skuru. 1.2.2023 22:31
Man United örugglega í úrslit eftir sigur á Forest Manchester United mætir Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins. Man United vann Nottingham Forest 2-0 í kvöld og einvígi liðanna því samtals 5-0. 1.2.2023 21:55
FH lyfti Þungavigtarbikarnum eftir stórsigur á Íslandsmeisturunum FH vann Breiðablik 4-0 í fyrsta úrslitaleik Þungavigtarbikarsins. 1.2.2023 21:16
Keflavík og Haukar með risasigra Keflavík og Haukar unnu einstaklega örugga sigra í Subway deild kvenna í kvöld. 1.2.2023 21:00
Samningi Lovísu í Noregi rift Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni. 1.2.2023 20:30
Pogba meiddur á nýjan leik Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba hefur ekki enn spilað fyrir Juventus á leiktíðinni eftir að ganga í raðir félagsins síðasta sumar. Hann var á bekknum í síðasta deildarleik liðsins en er nú aftur kominn á meiðslalistann. 1.2.2023 18:46