Forseti La Liga segir eyðslu enskra liða ógna stöðugleika fótboltans í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Tebas er ekki sáttur. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Javier Tebas, forseti La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, segir að eyðsla enskra úrvalsdeildarfélaga ógni stöðugleika fótboltans í álfunni. Ensk lið hafa eytt fjármunum sem aldrei fyrr í janúar og er Tebas ekki sáttur. Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira