„Hjá Man United verður að halda ákveðnum standard“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 23:46 Erik Ten Hag, þjálfari Man United. Laurence Griffiths/Getty Images „Auðvitað er gaman að vinna undanúrslitaleiki en fyrri hálfleikurinn var ekki frábær ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Erik Ten Hag um frammistöðu Manchester United í 2-0 sigrinum á Nottingham Forest í kvöld. Lærisveinar Ten Hag unnu fyrri leikinn 3-0 og voru komnir með annan fótinn á Wembley. Man United vann Nottingham Forest samtals 5-0 í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Leikur kvöldsins var ekki beint sá skemmtilegasti en Man Utd sigldi sigrinum heim og mætir Newcastle United í úrslitum. Ten Hag ræddi við Sky Sports eftir leik, þar á meðal var Roy Keane - fyrrum fyrirliði Man United- sem bað Ten Hag um miða á úrslitaleikinn. „Frammistaðan var fagmannleg en of hæg og við sköpuðum ekki mörg færi á meðan við leyfðum þeim að skapa sér færi. Síðari hálfleikurinn var mun betri, meiri ákefð og við skoruðum fín mörk.“ „Við vorum 3-0 yfir svo ég vildi ekki gefa þeim leið inn í einvígið. Þeir voru að bíða eftir einu færi til að komast aftur inn í leikinn. Við leituðum að opnunum en mér fannst Forest spila vel, voru þéttir varnarlega og við áttum erfitt með að finna glufur.“ „Held ekki að við höfum verið pirraðir en við þurftum að vera klókir. Þú vil ekki gefa þeim neitt svo þú verður að halda í boltann. Við hefðum átt að vera fljótari að skipta boltanum á milli kanta og hlaupa inn fyrir vörn þeirra.“ „Við viljum bæta okkur dag frá degi. Ég tel okkur vera með góðan leikmannahóp svo við verðum að krefjast þess að standardinn sé hár. Þú þarft sýna þennan háa standard í hverjum einasta leik. Við erum Manchester United og þegar þú ert leikmaður liðsins verður þú að spila eftir þeim standard.“ „Ef þú vilt vinna titla þarftu að hafa alla leikmenn þína til taks. Sást í kvöld að við breyttum leiknum með varamönnum. Það er lúxusvandamál að leikmenn séu að koma til baka eftir meiðsli. Það er eðlilegt að Man United spili á nokkurra daga fresti, leikmenn vilja frekar spila leiki heldu en að æfa.“ Um úrslitaleikinn „Auðvitað erum við spenntir. Við fáum að fara á Wembley og þetta er Newcastle United, frábært lið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Man United vann Nottingham Forest samtals 5-0 í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Leikur kvöldsins var ekki beint sá skemmtilegasti en Man Utd sigldi sigrinum heim og mætir Newcastle United í úrslitum. Ten Hag ræddi við Sky Sports eftir leik, þar á meðal var Roy Keane - fyrrum fyrirliði Man United- sem bað Ten Hag um miða á úrslitaleikinn. „Frammistaðan var fagmannleg en of hæg og við sköpuðum ekki mörg færi á meðan við leyfðum þeim að skapa sér færi. Síðari hálfleikurinn var mun betri, meiri ákefð og við skoruðum fín mörk.“ „Við vorum 3-0 yfir svo ég vildi ekki gefa þeim leið inn í einvígið. Þeir voru að bíða eftir einu færi til að komast aftur inn í leikinn. Við leituðum að opnunum en mér fannst Forest spila vel, voru þéttir varnarlega og við áttum erfitt með að finna glufur.“ „Held ekki að við höfum verið pirraðir en við þurftum að vera klókir. Þú vil ekki gefa þeim neitt svo þú verður að halda í boltann. Við hefðum átt að vera fljótari að skipta boltanum á milli kanta og hlaupa inn fyrir vörn þeirra.“ „Við viljum bæta okkur dag frá degi. Ég tel okkur vera með góðan leikmannahóp svo við verðum að krefjast þess að standardinn sé hár. Þú þarft sýna þennan háa standard í hverjum einasta leik. Við erum Manchester United og þegar þú ert leikmaður liðsins verður þú að spila eftir þeim standard.“ „Ef þú vilt vinna titla þarftu að hafa alla leikmenn þína til taks. Sást í kvöld að við breyttum leiknum með varamönnum. Það er lúxusvandamál að leikmenn séu að koma til baka eftir meiðsli. Það er eðlilegt að Man United spili á nokkurra daga fresti, leikmenn vilja frekar spila leiki heldu en að æfa.“ Um úrslitaleikinn „Auðvitað erum við spenntir. Við fáum að fara á Wembley og þetta er Newcastle United, frábært lið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira