„Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu“ Liðurinn „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins í gær. Farið var yfir hvort New Orleans Pelicans væri í brasi, hvort Joel Embiid væri mögulega verðmætasti leikmaður deildarinnar um þessar mundir og margt annað. 31.1.2023 07:01
Dagskráin í dag: Olís deild karla fer aftur af stað Það eru tvær beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Annars vegar er spilað í Ljósleiðaradeildinni og hins vegar er spilað í Olís deild karla. 31.1.2023 06:01
„Hélt hann myndi taka þetta tímabil með trompi“ Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu. 30.1.2023 23:01
Man United fær West Ham í heimsókn á meðan Wrexham gæti mætt Tottenham Búið er að draga í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. West Ham United heimsækir Old Trafford og mætir Manchester United. Þá gæti Tottenham Hotspur farið til Wales fari svo að Wrexham vinni Sheffield United en liðin gerðu 3-3 jafntefli um helgina og þurfa því að mætast aftur. 30.1.2023 22:31
McKennie frá Juventus til Leeds Leeds United heldur áfram að versla nær eingöngu Bandaríkjamenn í leikmannahóp sín og á því varð engin breyting í kvöld þegar Weston McKennie gekk í raðir félagsins á láni frá Juventus á Ítalíu. 30.1.2023 22:00
Hamrarnir áfram eftir fagmannlega frammistöðu West Ham United vann C-deildarlið Derby County 2-0 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Hamrarnir mæta Manchester United á Old Trafford í næstu umferð. 30.1.2023 21:36
Martin byrjaður að æfa með Valencia eftir krossbandsslitin Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, fór í dag á sína fyrstu liðsæfingu í átta mánuði. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. 30.1.2023 21:00
„Hafa verið góðir að fá nýja menn inn“ Áhugavert verður að sjá hvort Danir geti viðhaldið árangri sínum í handbolta þegar reynsluboltar liðsins hætta. Þetta segir Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar í Danmörku. Danska landsliðið varð heimsmeistari þriðja skiptið í röð með sigri á Frakklandi í gær, sunnudag. 30.1.2023 20:31
Segir að Hákon Arnar fari ekki fet Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja. 30.1.2023 20:00
María Catharina verður samherji Hildar hjá Fortuna María Catharina Ólafsdóttir Gros hefur verið tilkynnt sem nýjasti leikmaður Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni. Hún verður því samherji Hildar Antonsdóttur sem gekk í raðir liðsins síðasta haust. 30.1.2023 19:16