Kristjana aftur til Eyja Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún þekkir vel til í Vestmannaeyjum eftir að hafa leikið með liðinu 2020 og 2021. 30.1.2023 18:31
Mark Arons Einars dugði ekki til Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu í dag sínum öðrum leik í röð í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 3-2 Qatar SC í vil en Aron Einar skoraði annað mark sinna manna. 30.1.2023 17:46
Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Reading Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum. 30.1.2023 07:00
Guðmundur lagði upp í tapi gegn Olympiacos Guðmundur Þórarinsson lagði upp mark OFI Crete þegar liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp heimamanna. 29.1.2023 16:30
West Ham áfram eftir frábæra innkomu Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir hóf leik Wolves og West Ham United í ensku bikarkeppninni á varamannabekknum. Hún kom inn af bekknum þegar 25 mínútur lifðu leiks og staðan var enn markalaus, leiknum lauk með 2-0 sigri Hamranna. 29.1.2023 16:01
Magnað mark Mitoma skaut Brighton áfram og kom í veg fyrir að Liverpool verji titil sinn Brighton og Liverpool mætast í annað sinn á skömmum tíma. Síðast unnu Mávarnir frá suðurströndinni þriggja marka sigur. 29.1.2023 15:30
Lærisveinar Alfreðs enda í fimmta sæti á HM Þýskaland vann Noreg í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta, lokatölur 28-24. 29.1.2023 14:46
Tvö mörk dæmd af Milan sem steinlá á heimavelli AC Milan tapaði 5-2 fyrir Sassuolo í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. AC Milan hefur fengið á sig þrjú mörk eða meira í þremur leikjum í röð. 29.1.2023 14:00
Treyjan sem LeBron klæddist í oddaleiknum 2013 seld á hálfan milljarð Árið 2013 vann LeBron James sinn annan NBA meistaratitil í treyju Miami Heat. Úrslitaeinvígið fór alla leið í oddaleik og nú hefur treyjan sem LeBron klæddist í oddaleiknum verið seld á rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna. 29.1.2023 13:31
Arsenal neitar að selja McCabe til Englandsmeistaranna Englandsmeistarar Chelsea vilja ólmir fá Katie McCabe, leikmann Arsenal í sínar raðir. Skytturnar, sem eru í harðri baráttu við Chelsea um titilinn í ár, neita að selja. 29.1.2023 12:30