Djokovic jafnaði Nadal með sigri í Ástralíu Novak Djokovic sigraði Opna ástralska risamótið í tennis. Hann hefur þar með unnið 22 risamót á ferli sínum. Enginn hefur unnið fleiri. 29.1.2023 12:00
Chelsea áfram með veskið opið Hinn 19 ára gamli Malo Gusto er búinn að skrifa undir samning við Chelsea. Hann mun þó ekki ganga í raðir Lundúnafélagsins fyrr en í sumar. 29.1.2023 11:30
Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. 29.1.2023 11:01
NBA: Reiður Embiid sýndi hvað í sér býr, aftur tapaði Lakers fyrir Boston í framlengdum leik og Nets eiga New York Fjölmargir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Þar ber helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Denver Nuggets, sigur Boston Celtics á Los Angeles Lakers í framlengdum leik og sigur Brooklyn Nets á New York Knicks. 29.1.2023 10:31
Leikmaður Fjölnis virðist vilja burt og er kominn í verkfall Lúkas Logi Heimisson, leikmaður Fjölnis í Lengjudeild karla í fótbolta, er farinn í verkfall. Hann hefur verið orðaður við lið í Bestu deildinni, þar á meðal Val, og virðist ekki ætla að spila í Grafarvogi í sumar. 29.1.2023 10:00
Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“ Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot. 29.1.2023 09:00
„Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. 29.1.2023 08:01
Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“ „Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld. 29.1.2023 07:01
Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi, Ítalíu og Hlíðarenda ásamt NBA og undanúrslitum NFL Það má svo segja að dagurinn í dag sé sunnudagur til sælu. Alls eru 13 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarása í dag. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dag. 29.1.2023 06:00
„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“ Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017. 28.1.2023 23:30