„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“ „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda. 20.2.2023 23:32
Hörmulegt gengi Valencia heldur áfram og fallið blasir við Spænska knattspyrnufélagið Valencia má muna fífil sinn fegurri. Liðið tapaði 1-0 fyrir Getafe í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld og situr í fallsæti. 20.2.2023 23:00
Vonast til að hægt sé að gera Stjörnuleikinn samkeppnishæfari Jaylen Brown horfði á Jayson Tatum, samherja sinn hjá Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, setja stigamet í Stjörnuleik deildarinnar í nótt. Eftir leik sagðist hann vonast til að hægt væri að gera leikinn samkeppnishæfari. 20.2.2023 21:46
Adam Ingi sneri aftur eftir fjölda höfuðhögga á síðasta ári Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson kom inn af bekknum þegar Gautaborg vann 3-2 sigur á Utsikten í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. Hann hafði verið frá vegna fjölda höfuðhögga á síðasta ári. 20.2.2023 21:31
Ward-Prowse nú aðeins einu marki frá Beckham James Ward-Prowse, leikmaður Southampton, eru einu aukaspyrnumarki frá því að jafna met David Beckham yfir flest mörk skoruð úr aukaspyrnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 20.2.2023 20:30
Ísak Snær meiddur og missir af fyrsta leik tímabilsins Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg, er staddur með liðinu á Spáni þrátt fyrir fréttir um annað. Hann missir hins vegar af bikarleik gegn Patrik Sigurði Gunnarssyni og félögum í Viking. 20.2.2023 20:01
Eigandi Liverpool segir félagið ekki til sölu John W. Henry, eigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segir það ekki til sölu. Henry segir þó að hann sé tilbúinn að fá inn nýja fjárfesta til að aðstoða við rekstur félagsins. 20.2.2023 19:16
Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. 20.2.2023 18:30
Westbrook áfram í Los Angeles Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook verður samkvæmt umboðsmanni sínum áfram í Los Angeles þó svo að Lakers hafi sent hann til Utah Jazz fyrir ekki svo löngu. 20.2.2023 17:46
Willum Þór hafði betur í Íslendingaslagnum í Hollandi Go Ahead Eagles vann 2-0 sigur á Twente í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði GA Eagles en Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá Twente. 19.2.2023 16:31