Enski boltinn

Ward-Prow­se nú að­eins einu marki frá Beck­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mark helgarinnar í uppsiglingu.
Mark helgarinnar í uppsiglingu. EPA-EFE/Daniel Hambur

James Ward-Prowse, leikmaður Southampton, eru einu aukaspyrnumarki frá því að jafna met David Beckham yfir flest mörk skoruð úr aukaspyrnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Ward-Prowse skoraði sigurmark Southampton á Brúnni þegar botnlið ensku úrvalsdeildarinnar vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Chelsea. Um var að ræða 17. mark leikmannsins með skoti beint úr aukaspyrnu.

Aðeins einn leikmaður í sögu deildarinnar hefur skorað fleiri mörk beint úr aukaspyrnu en David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, skoraði á sínum tíma 18 slík mörk.

Það kemur eflaust ekki á óvart að Beckham sé sá leikmaður sem skoraði flest mörk beint úr aukaspyrnum en segja má að hægri fótur hans sé með þeim frægari í fótboltasögunni. Mörkin 18 skoraði hann í 265 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Ward-Prowse hefur spilað töluvert meira af leikjum í ensku úrvalsdeildinni eða 328 talsins til þessa. Hann er hins vegar aðeins 28 ára gamall og á eftir að spila töluvert fleiri af leikjum í deildinni en þó Southampton falli má reikna með að nokkur lið deildarinnar vilji fá hann í sínar raðir. Það er því í raun aðeins spurning um hvenær frekar en hvort hann bæti met Beckham.

Næstir í röðinni á eftir Beckham og Ward-Prowse eru Thierry Henry, Cristiano Ronaldo og Gianfranco Zola en þeir skoruðu allir 12 mörk beint úr aukaspyrnum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×