Ekkert fær Rashford stöðvað Marcus Rashford skoraði tvívegis þegar Manchester United vann Leicester City 3-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Þá jafnaði David De Gea, markvörður heimaliðsins, met Peter Schmeichel yfir þá markverði félagsins sem oftast hafa haldið hreinu. 19.2.2023 16:05
Alfreð bjargaði stigi gegn toppliðinu Alfreð Finnbogason sá til þess að Íslendingalið Lyngby nældi í stig þegar danska úrvalsdeildin í fótbolta hófst að nýju eftir jólafrí. Aron Elís Þrándarsson spilaði rétt rúma mínútu með OB og B-deildarlið Sønderjyske gerði markalaust jafntefli. 19.2.2023 15:31
Ten Hag reddaði Keane miðum á úrslitaleikinn Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, stóð við loforð sitt og reddaði Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða liðsins, tveimur miðum á leik Man United og Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins. 19.2.2023 14:45
Dramatískur sigur PSG sem missti tvo menn af velli vegna meiðsla Frakklandsmeistarar París Saint-Germain virtust hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-3 sigri PSG sem missti bæði Nuno Mendes og Neymar af velli vegna meiðsla. 19.2.2023 14:00
Telur að Keflvíkingar séu einfaldlega að hugsa: „Vá, þetta er bara að gerast aftur“ „Þetta var erfitt, þetta var alltaf að vera erfitt án Harðar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar en Hörður Axel Vilhjálmsson, lykilmaður Keflavíkur, var fjarri góðu gamni í leiknum. 19.2.2023 13:01
„Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað“ „Það vantaði gæði á síðasta þriðjung. Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en liðið gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Wales á Pinatar-mótinu sem fram fer á Spáni. 19.2.2023 12:30
Þjálfari Atla og Orra Steins fer sömu leið og Conte Antonio Conte, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur, er einkar strangur þegar kemur að mataræði leikmanna sinna. Thomas Nørgaard, nýráðinn þjálfari Sønderjyske í dönsku B-deildinni, hefur ákveðið að fara að fordæmi Conte. Þeir Atli Barkarson og Orri Steinn Óskarsson leika með Sønderjyske. 19.2.2023 12:00
Hverjir eru að reyna kaupa Manchester United? Enska knattspyrnufélagið Manchester United er til sölu. Á föstudaginn var þurftu áhugasamir að hafa skilað inn kauptilboði til núverandi eiganda félagsins, Glazer-fjölskyldunnar. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Jim Ratcliffe sem hefur stutt Manchester United síðan í æsku og hins vegar frá Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani. 19.2.2023 11:30
Sló þögn á salinn eftir óvænta frammistöðu McClung Segja má að hinn óþekkti Mac McClung hafi komið, séð og sigrað í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá fór Damian Lillard með sigur af hólmi í þriggja stiga keppninni. 19.2.2023 10:45
Karius snýr aftur í úrslitum deildarbikarsins Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins. 19.2.2023 10:02