„Farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir“ „Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. 19.2.2023 09:30
Vanda og Klara samtals með tæplega 37 milljónir í árslaun Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz, formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, voru samtals með tæplega 37 milljónir króna í laun árið 2022. Þetta kemur fram í árskýrslu sambandsins. 19.2.2023 09:01
„Þegar hann er góður þá vinnur Tindastóll flest lið“ „Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum. 19.2.2023 08:01
Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar framundan Það er svo sannarlega sunnudagur til sælu á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls verða 11 beinar útsendingar á dagskrá. 19.2.2023 06:00
„Ekki boðlegt“ „Að fara á Emirates og spila eins og við gerðum þar. Koma svo hingað, það er ekki boðlegt,“ sagði varnarmaðurinn Kyle Walker eftir 1-1 jafntefli Manchester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 18.2.2023 23:00
Real vaknaði undir lokin Real Madríd vann Osasuna 2-0 á útivelli í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Mörkin komu seint í síðari hálfleik. 18.2.2023 22:15
Inter styrkti stöðu sína í öðru sæti Inter vann 3-1 sigur á Udinese í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Inter þremur stigum upp fyrir nágranna sína í AC Milan í töflunni. 18.2.2023 21:55
Markalaust hjá Íslandi og Wales Ísland og Wales gerðu markalaust jafntefli á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. 18.2.2023 21:30
Íslendinglið Ribe-Esbjerg tapaði í undanúrslitum | Díana Dögg frábær Ribe-Esbjerg mátti þola tap í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta. Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Arnar Birkir Hálfdánsson spila með liðinu. Þá átti Díana Dögg Magnúsdóttir frábæran leik í Þýskalandi. 18.2.2023 21:00
Fylkir rúllaði yfir Þór | KA vann í Grafarvogi Fylkir, sem leikur að nýju í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar, vann einkar öruggan 5-0 sigur á Þór Akureyri í Árbænum. Þá gerði KA góða ferð í Grafarvog og vann 2-1 sigur á Fjölni. 18.2.2023 20:31