Stoltur af sínum mönnum eftir dramatískan sigur „Við sýndum mikinn karakter og þrautseigju með því að koma tvívegis til baka og enda á að vinna leikinn,“ sagði Mikel Arteta um dramatískan 4-2 sigur sinna manna í Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 18.2.2023 20:01
Þægilegt hjá Liverpool gegn Newcastle Liverpool vann 2-0 útisigur á Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 18.2.2023 19:25
Messías kom AC Milan til bjargar AC Milan vann 1-0 útisigur á Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í dag. 18.2.2023 18:55
Haukar slitu sig frá Selfyssingum með fimm marka sigri Haukar lögðu Selfoss 35-30 í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Sigurinn þýðir að nú er sex stiga munur á liðunum sem sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar sem inniheldur aðeins 8 lið. HK er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig. 18.2.2023 18:01
Ömurlegt gengi Chelsea ætlar engan endi að taka Graham Potter hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea og ömurlegt gengi liðsins undir hans stjórn hélt áfram í dag þegar fallkandídatar Southampton unnu 1-0 útisigur á Brúnni. 18.2.2023 17:10
Chris Wood orðinn uppáhalds leikmaður Arsenal stuðningsfólks Nýsjálenski framherjinn Chris Wood skoraði jöfnunarmark Nottingham Forest gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur í Skírisskógi 1-1 sem þýðir að Arsenal er áfram á toppi deildarinnar. 18.2.2023 16:55
Gladbach áfram með tak á Þýskalandsmeisturum Bayern Borussia Mönchengladbach vann 3-2 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bæjurum hefur ekki tekist að sigra Gladbach í síðustu fimm leikjum í deild eða bikar. 18.2.2023 16:35
Sigurður Bjartur sá um HK í Vesturbænum KR tók á móti HK í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í dag. Fór það svo að heimamenn unnu öruggan 6-1 sigur á gestunum sem eru nýliðar í Bestu deild karla á komandi tímabili. 18.2.2023 16:16
„Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti“ Aron Rafn Eðvarsson var mættur aftur í mark Hauka í Olís deild karla í handbolta eftir 11 mánaða fjarveru fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn aftur á völlinn og er nú betur varinn en áður. Sem betur fer því hann fékk skot í höfuðið í leik Hauka og Stjörnunnar á fimmtudagskvöldið var. 11.2.2023 08:01
Sannfærður um að Man City sé saklaust og segir önnur félög standa saman gegn þeim Enska úrvalsdeildin kærði nýverið Englandsmeistara Manchester City fyrir meira 100 brot á fjárhagsreglum deildarinnar frá 2009 til 2018. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, segist fullviss um að félagið sé saklaust. 11.2.2023 07:01