„Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 12:30 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm „Það vantaði gæði á síðasta þriðjung. Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en liðið gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Wales á Pinatar-mótinu sem fram fer á Spáni. Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira